Fatahengið langþráða
Ég hef í mörg ár haft augastað á fatahengi úr Ikea...mér hefur alltaf þótt það flott og sérlega hentugt en þar sem ég hef búið hefur þetta ekki passað eða hentað.
Þegar ég svo skoðaði íbúðina sem ég er í núna sá ég að konan sem var hér var með svona fatahengi svo ég hugaði með mér að nú væri lag, ég færi sko í Ikea og keypti svona þegar ég væri flutt.
Síðan er mér boðið í mat hjá fyrrum nágrannakonu minni og hún var einmitt líka með alveg eins fatahengi og ég minnist á það að mig langi svo í svona og viti menn........Hún sagði að ég mætti bara fá hennar þar sem hún væri að láta smíða nýtt fatahengi fyrir sig!!!
Nágrannakonan góða kom hér í gær með fatahengið og ég var svo kát og sagði að nú hefði draumur minn ræst, mig hefði lengi dreymt um svona fatahengi!! Hún horfði þá á mig vorkunnaraugum og sagði: Íris mín, farðu nú að láta þig dreyma um eitthvað annað og stærra en fatahengi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þetta segir kannski meira en mörg orð um hvað ég er jarðbundin og nægjusöm kona....kostur eða galli???????????
Meira um það síðar....
2 Comments:
Þú ert alveg yndisleg.... :)
Skil samt vel að það sé hægt að gleðjast yfir fatahengi.. Málið er bara að ef manni er lengi búið að langa í eitthvað ákveðið þá verður gleðin yfir hlutnum langþráða alltaf svo sæt og góð...
Þetta er bara einn draumur af mörgum sem hefur ræst:) Keep on the good work bella.
Ingunn
Skrifa ummæli
<< Home