mánudagur, nóvember 19, 2007

Að gleðjast yfir litlu hlutunum...

...er eitthvað sem maður heyrir sagt svo oft en hvaða litlu hlutir eru þetta?

Heilsan er ekki lítill hluti því án heilsunnar gerir maður býsna fátt, peningar eru ekki heldur lítill hluti því án þeirra væri ég án matar, fatnaðar, heimilis og margs fleira, fjölskyldan er ekki heldur lítill hluti því hún er mér nánast allt og hvað er þá eftir????

litlir hlutir sem eru kannski ekki mikilvægir og maður gæti alveg verið án en finnst samt gott eða gaman að hafa.
Júbb ég gleðst yfir litlum hlutum eins og t.d. fatahenginu sem ég fékk gefins (og geri þeir grín sem vilja hahahaha) og svo BÓKATÍÐINDUM sem komu í dag.....jibbý jeiiiiiiiiiiiiii

4 Comments:

At 7:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ooooo já ég man hvað það var gaman að fá bókatíðindinn, merkja við allar bækur sem manni langaði að lesa, hverjar manni langaði helst í jólagjöf og hverjar maður ætlaði að ná í á bókasafninu.
Njóttu vel og hafðu góð bókajól

Kv. Lilja

 
At 12:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já var mikið hugsað til þín þegar ég sá bókatíðindi liggja í forstofunni :)
Kv. Ingunn

 
At 4:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nákvæmelga... ég er alveg farin að setja upp óskalistann...nr 1 Norning frá Portabelló;) Við verðum að hittast eftir jól eða um jólinn og ræða bókina;)

Fríða sys

 
At 9:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Langar þig ekki að vinna í Hafnarfirði...??? Það vantar deildarstjóra á leikskólann hennar Katrínar Unu...hihi....:) :)

En já.. Mikið gladdist ég líka þegar ég sá bókatíðindi í forstofunni minni.. Varð reyndar fyrir smá vonbrigðum, hélt að það yrði meira af nýjum íslenskum skáldverkum...

 

Skrifa ummæli

<< Home