fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Tónlist úr ýmsum áttum

Ég fór í góðra vina hópi á tónleikana með Andrea Bocelli...þvílík sem þeir tókust vel og þau voru ekki síðri söngvararnir sem voru með honum. Ég vissi að hann myndi enda á Con te partiró!!!
Ég veit sko hvað ég syng!!!

Gréta gaf mér svo Under The Desert Sky, dvd og cd með Andrea Bocelli í afmælisgjöf og ég er búin að hlusta á hann nokkrum sinnum og fá gæsahúð, kökk í hálsinn og tár í augun og sér í lagi þegar hann tekur Con te partiró með söngkonunni Heather Headly og jidúddamía hvað hún getur sungið...einstök söngkona þar á ferð.

Ég skellti mér líka á tónlistarmarkaðinn í Perlunni um daginn og keypti mér það
Carpenters -Gold og setti hann strax í tækið og hugsaði til Kristbjargar minnar. Hún elskaði Carpenters og í raun kenndi hún mér að hlusta á þau og ég þakka henni það. Lög eins og Rainy days and mondays, Solitaire, Top of the world og Yesterday once more eru hreint dásamleg.

Ég datt líka niður á frábæran disk með nýja uppáhaldinu mínu, Michael Bublé. Þetta er dvd og cd, Caught in the act og þar fer hann á kostum drengurinn og fær til sín eina af mínum uppáhalds-ítölsku-söngkonum, Laura Pausini og tekst þeim ótrúlega vel upp með lagið You´ll never find another love like mine. Bublé er svo eitthvað að atast út í Josh Groban sem mætir óvænt á svæðið!!!!
Diskurinn er hin besta skemmtun og rúllaði nokkrum sinnum í röð einn sunnudaginn!!!

Þá skellti ég mér aðeins í Kringluna um daginn til að kaupa afmælisgjöf en sá þá að uppáhaldsbarnaplatan mín er loksins komin á geisladisk!!!!!!!! Ég veit ekki hversu oft við pabbi höfum rætt þetta...hvort Píla Pína eigi ekki eftir að koma á cd og jújú...loksins!!
Þetta er falleg saga og tónlistin í henni er stórkostleg....þið sem eigið lítil börn ættuð gjörsamlega að fjárfesta í þessum cd.

Mamma og pabbi gáfu mér svo Síðasta vetrardag með Síðan Skein Sól dvd og cd, stórkostlegt!!!

Næst á dagskrá eru svo tónleikar með Leone Tinganelli í Salnum á sunnudaginn!!!

Mikið er ég glöð með hvað er mikið til að hæfileikaríku tónlistarfólki sem sér mér fyrir allri þessari fallegu tónlist sem framkallar tilfinningar, minningar, tár og bros!!!!!!!!!
Þakka þeim!!!

1 Comments:

At 10:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvar væri maður án tónlistar, og það sem mér finnst best er að ég get hlustað á svo mismunandi tónlist og er ekki föst einhverri ákveðinni tónlist.
Var að fá nýja diskinn með Eros Ramazzotti og hann er alveg frábær.
... alltaf þegar ég hlusta á Carpenters þá hugsa ég til Kristbjargar ......

Kv. Lilja

 

Skrifa ummæli

<< Home