Ég myndi/gæti aldrei...
Hversu oft segir maður ekki eitthvað svona?
Að maður myndi aldrei gera hitt og þetta eða aldrei geta hitt og þetta??
Og hversu oft segir maður aldrei að segja aldrei?
Ég segi þetta oft en um daginn var ég að velta þessum setningum fyrir mér og mér varð þá ljóst að ég hef oft gert eitthvað sem ég sagðist aldrei ætla að gera eða hélt að ég gæti aldrei gert.
Þrátt fyrir að maður þekki sjálfan sig ansi vel þá kemur maður meira að segja sjálfum sér oft á óvart.
Mér datt þetta í hug þar sem ég lá á skurðarborðinu hjá lækninum á miðvikudaginn og lét taka af mér tvo fæðingarbletti, hef þurft að láta gera það tvisvar sinnum áður og fannst þetta svo sem ekkert mál. Það var allt hvítt og steriliserað og eina hljóðið sem heyrðist var tikkið í sekúnduvísinum. Þá hugsaði ég til þess hvað ég væri heppin að hafa aldrei þurft að liggja á spítala, nema þegar ég átti Grétu og það var bara gaman.
En þar sem ég lá þarna varð mér líka hugsað til afa míns. Fóturinn var tekinn af honum fyrir nokkrum árum og hann hafði mikinn áhuga á að sýna manni þetta allt saman (dauðan fótinn og neglur að detta af og svona) og segja manni frá...því hann var vakandi og fylgdist með þegar fóturinn var tekinn af!!!!!!!!!! Ég gæti það aldrei!!!!!!!!!!! En læknarnir vildu meina að þetta væri sálræn aðferð þar sem hann myndi sættast betur við að missa fótinn ef hann myndi horfa á hann tekinn!!!
Frænka mín fékk meðgöngusykursýki og þurfti að sprauta sig á hverjum degi...eitthvað sem ég held að ég gæti aldrei, sprautað sjálfa mig (en eflaust gæti ég það ef ég þyrfti að gera það).
Eins segi ég oft að ég gæti örugglega aldrei hnoðað mann og blásið í hann þrátt fyrir að vera búin með skyndihjálparnámskeið. En ég held ég gæti heldur ekki staðið hjá og látið mann deyja.
Ég segi líka oft að ef einhver myndi gera barninu mínu eitthvað ógeðfellt myndi ég drepa hann, en ég efast samt um að ég gæti drepið einhvern.
Ég sá líka augnaðgerðina sem Inga Lind (Ísland í dag) fór í, geislana til að þurfa ekki að vera alltaf með gleraugun og mamma vildi endileg að ég færi í svona en ég sagði strax að ég gæti það aldrei...mér fannst þetta svo ógeðfellt eitthvað og óþægilegt!!!
Ég hef semsagt komist að því að margt sem tengist veikindum og spítala er eitthvað sem ég á erfitt með að þola og gæti aldrei...en ef ég nauðsynlega þyrfti myndi ég að sjálfsögðu geta það...eða er þetta kannski allt merki um veikleika?
Ég hef nefnilega dottið í þann pytt (sumir vilja meina að það sé ekki hollt fyrir mig) að lesa mikið af bloggum hjá veikum einstaklingum sem taka veikindum sínum með reisn og blogga um þau af æðruleysi og kenna okkur sem heilbrigð erum að skammast okkar fyrir að taka öllu sem gefnum hlut og vilja eignast allt og geta allt.
Og þar sem ég les þetta reglulega hugsa ég oft um hvernig ég myndi bregðast við í þessum aðstæðum og held að ég viti það en þegar á hólminn er komið held ég að viðbrögðin verði alltaf allt önnur, þrátt fyrir að maður telji sig þekkja sjálfan sig það vel.
Þess vegna borgar sig kannski ekki að vera að dæma um það sem maður myndi og myndi ekki geta eða gera...eða hvað?????????
1 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Skrifa ummæli
<< Home