07.11.07
Í maí 1954 fæddist Margrét Birna, sem var systir mömmu minnar, en hún lést þann 7.nóvember sama ár.
Þann 7.nóvember 1956 fæðist síðan Ester systir hennar mömmu og þann 7.nóvember 1975 fæðist ég.
Undarlegt ha???
Og í morgun áttu svo Harpa og Jón Gunnar strák, Emil Braga. Tími til kominn að fá strák í hóp föngulegra kvenna sem eiga afmæli í dag!!! Ekki slæm afmælisgjöf það!!! Þúsund þakkir kæru vinir og til hamingju með prinsinn!!!
Við öll, ásamt rússnesku byltingunni, höldum upp á þennan dag!!!
Ég fæddist á föstudegi kl. 18.35 á Selfossi og var 3260 grömm og 51 cm með gasalega mikið og kolsvart hár.
Það fyrsta sem mamma sagði þegar ég kom í heiminn var: Hvort var það?
Stelpa! var svarið og þá spurði mamma hvort allt væri í lagi. Pabbi hins vegar sagði bara: Skelfing ertu eitthvað rauð og grettin greyið mitt!!!!!!!!!!
Núna, 32 árum síðar, er ég orðin gráhærð, farin að skreppa saman en ennþá með unglingabólur!!!!!!!!!!
Ég þakka fyrir hvern afmælisdag sem ég á og þessum degi fagnaði ég með fjölskyldu og vinum!!
Takk fyrir öll sms-in, e-meilin, hringingarnar og afmæliskveðjurnar....þið eruð frábær!!!
2 Comments:
Sæl Íris mín!
Veit að það er komin nótt hjá þér en hjá mér er enn 7. nóv. þannig að ég segi bara innilega til hamingju með afmælið dúllan mín.
Kveðja
Anna Guðjóns
Innilega til hamingju með afmælið um daginn Íris Dögg. Ég veit að þú hefur átt góðan dag með fjölskyldunni...:) Bestu kveðjur..
Skrifa ummæli
<< Home