Ítalía - Lokahluti - Parma
Eftir Cremona lá leiðin til Parma þar sem við heimsóttum nokkra vini hennar Ingunnar!!!
Nokkrir þeirra hafa þegar komið til Íslands og verið á þjóðhátíð, smakkað Opal, Tópas, íslenskt brennivín og hákarl með óskemmtilegum afleiðingum.
Þeir vildu því launa henni gestrisnina og ég get svarið það...ég hef sjaldan borðað eins mikið af prosciutto crudo og í þessari ferð...enda er Parmaskinkan frá Parma!!!!!!!!!!!
Þessar elskur voru með þvílíkt hlaðborð fyrir okkur, það var skinka og salami, brauð, spalla cotta (soðin öxl!!!!), hvítvín, rauðvín, desertvín, kaffi og kökur og ég veit ekki hvað og hvað!!!!
Stórt svínslæri hékk uppi við í "hellinum" og við hangandi við hlið þess......ÍSLENSKI FÁNINN!!!
Ég held að þetta sé breiðasta tré sem ég hef séð....
...og stærsta kaffikanna sem ég hef séð!!!
...og stærsta kaffikanna sem ég hef séð!!!
Parma er falleg og hrein borg og við gengum hana þvera og endilanga í leit að geisladiskabúð, bókabúð og í leit að pepperoncino. Allt fannst þetta á endanum!!
Enrico var þokkalega þolinmóður og sýndi okkur allt það helsta, fór meira að segja með okkur í nærfatabúð og sagði okkur hvað honum litist best á fyrir okkur!!!!!!!
Í þessari ferð minni til Ítalíu bættust tvær nýjar borgir í safnið, báðar fallegar og skemmtilegar að heimsækja, eins og Ítalía náttúrulega er öll!!
Hvað ætli ég eigi þá marga staði eftir að heimsækja á Ítalíu???????????
2 Comments:
Sæl Íris mín. Ég veit ekki hvort ég er orðin eitthvað rugluð en ég mér finnst ég alltaf vera að óska þér til hamingju með afmælið og þú sem ert nú bara 18:) Til hammó með ammó og eigðu frábærann dag***
Til lukku með lífið***
Lov u**
Fríða sys;)
Hæ hæ
Innilega til hamingju með daginn , og vonandi var hann frábær.
Skrýtið hvernig margir hlutir hlaðast á sama daginn en það er nú gaman að því. Ég á til dæmis afmæli á sama degi og krónprinsinn hér , ekki slæmt það.
óskaðu Hörpu til hamingju með prinsinn, mikið er þetta yndislegt.
Kveðja Lilja Björk
Skrifa ummæli
<< Home