sunnudagur, nóvember 12, 2006

Menningarleg

Eins og ég hef áður sagt hér þá elska ég að fara í leikhús...svo ef ykkur vantar einhvern tímann leikhúsfélaga þá er ég til!!!!
Annars erum við Óli ansi dugleg að skella okkur í leikhús og höfum mjög gaman af. Skelltum okkur því ásamt Didda bróður á sýninguna Pétur Gautur sl. fimmtudagskvöld og þvílík skemmtun. Frábær sýning og ekki skemmir fyrir að aðalkarlleikararnir eru meira og minna á nærfötunum og þvílíkir kroppar....ú la la (Ingvar Sigurðs og Björn Hlynur) og leikurinn er hreint út sagt stórkostlegur. Ég dáist að þessu fólki, að geta staðið þarna fyrir fullum sal og framkallað allan tilfinningaskalann og ég sit þarna úti í sal og gleypi við þessu öllu, hlæ og tárast og allt saman!!!

Við, ég, Gréta og Óli skelltum okkur líka til Keflavíkur um daginn að sjá söngleikinn um Öskubusku en Gunnheiður vinkona Óla er ein af höfundunum. Gaman að sjá hvað krakkarnir þar eru að standa sig vel og þetta stykki var virkilega skemmtilegt!!

Punkturinn yfir i-ið var svo í kvöld þegar ég fór loksins að sjá Mýrina. Hef lesið næstum allar bækur Arnaldar, mamma og pabbi gefa mér þær alltaf í jólagjöf ásamt Kiwanis nammi og ég hakka þetta tvennt í mig á Aðfangadagskvöld og Jóladag. Er yfirleitt í kapp við Óla bro...hehehe.
Myndin fannst mér virkilega góð og vel leikin. Atli Rafn fannst mér mjög góður en ég hef aldrei fílað hann neitt sérstaklega. Ég var líka skeptísk á Ingvar sem Erlend, eins og mér finnst Ingvar frábær, en hann var náttúrulega frábær sem Erlendur. Ágústa Eva fannst mér líka þrusugóð.
Gaman að fá svona vel gerða íslenska mynd en mikið var maturinn í myndinni samt ógirnilegur...jakk.
Sá sýnt úr nýrri íslenskri mynd, Köld slóð, og leist vel á hana...fer á hana í desember þegar prófin eru búin og ég byrja nýtt líf.....ji hvað verður gaman þá!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home