fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Óvænt ferð til RÓMAR

Ég er ekki ein af þeim sem taka skyndiákvarðanir...mér finnst betra að hafa tímann fyrir mér og velta hlutunum fyrir mér fram og til baka og verða alveg rugluð í hausnum....EN...nú er svo komið að ég hef tekið skyndiákvörðun og það stóra!!!

Þannig er mál með vexti að við Ingunn vinkona erum miklar Ítalíu-manneskjur enda var upphafið að okkar meiriháttar vinskap til á Ítalíu og þaðan eigum við svo margar geggjaðar minningar....frá Cremona, Mílanó og ég tala nú ekki um Rimini...mamma mia!!!!!
Síðan við vorum þar saman...fyrir 10 árum þá höfum við oft talað um að fara saman til Rómar og í apríl á þessu ári ætluðum við að fara nema flugið var ekki nógu hentugt og ég rann á rassinn með þetta allt saman svo við fórum aldrei.
Ingunn er meira líbó týpa en ég og hún spyr mig reglulega hvenær við ætlum til Rómar og í fyrradag vorum við að spjalla og hún spyr eina ferðina enn hvenær við ætlum til Rómar og þá sagði ég að við skyldum bara skella okkur í maí og vera í nokkra daga!!! Henni fannst fulllangt að bíða og rétt fyrir miðnætti hringir þessi elska í mig og er þá búin að sjá beint flug til Rómar fyrir lítinn pening og flugið er 17.nóv....sem er bara Á MORGUN!!!!!!! ÉG vildi fá að sofa á því og kl. 7.40 morguninn eftir hringir hún og spyr hvort ég sé búin að taka ákvörðun og um hádegi kaupum við miðana!!!!!!!!!!!!!!

Svo það var farið í það að grenja út frí í vinnunni, koma barninu mínu fyrir og svo bara...VIA (af stað!!!) Svo núna er stelpan bara að fara út með 2ja daga fyrirvara og alveg á nálum!!!

En mikið djöfull á eftir að vera gaman hjá okkur...erum búnar að redda Bed&Breakfast gistingu, búnar að panta á geggjuðum veitinga-og skemmtistað og ætlum bara að njóta þess í druslur að borða prosciutto crudo (hráskinku), drekka hvítvín, hlusta á og tala ítölsku og bara njóta þess í botn að vera til í RÓM.................já LA VITA É BELLA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

3 Comments:

At 11:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð Íris mín!Mér finnt þetta geggjað!!!
Bið að heisa öllum sætum ítölum- segðu bara "Fríða í Eyjum biður að heilsa";)
Knús og kossar

 
At 12:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohhhhh æðislegt.... Róm er stórkostleg.... Góða skemmtun esskurnar.....:)

 
At 6:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ji ... æði... og þú ert úti NÚNA... Vona að það sé "ógisslega" gaman hjá ykkur.

Bið líka að heilsa öllum sætu ítölunum!!!

Ciao bella ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home