sunnudagur, nóvember 26, 2006

Alvara lífsins....

...já nú er víst nóg komið af leikaraskap og tími til kominn að takast á við alvöru lífsins og það sem desember mánuður býður upp á fyrir þá sem eru í námi...jú jú...ég er að tala um (páfagauka)lærdóm og próf!!!!

Ég verð nú bara að segja það að nú er ég búin að vera í þessu leikskólakennararnámi í tæp 4 ár og er að farast úr námsleiða akkúrat núna....ég hef engan áhuga á því sem ég á að vera að gera og ég er meira að segja farin að horfa á leiðinlegustu sjónvarpsþætti sem ég veit um, farin að vera þokkalega kærulaus og skella mér til útlanda í stað þess að vera að læra (mér til málsbóta vil ég samt taka það fram að ég las HEILA kennslubók í flugvélinni á leiðinni heim)

Málið er samt það að fyrir ári síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug!!!! Og mér er sagt að lifa lífinu lifandi...sko KHÍ er ekki að fara neitt....en það er Róm svo sem ekki heldur!!!!!!!!!!!!

Sko....námið er mikilvægt, það vita allir EN sumt af þessu námi þarna í KHÍ er alveg fyrir neðan allar hellur...t. d er maður látinn lesa allskonar rannsóknir og gera allskonar verkefni, m.a rannsóknarverkefni og viðtöl ÁÐUR en maður fer í Aðferðarfræði sem er áfangi þar sem kennt er hvernig á að taka viðtöl og lesa úr rannsóknum??? Hver er tilgangurinn með því?? Af hverju er þetta fyrirbæri ekki kennt mun fyrr???

Og mér finnst t.d frekar óréttlátt að láta mann eyða heilli önn í Myndmennt, tónmennt og leikræna tjáningu, þar sem lítið sem ekkert er um lesefni og verkefnavinnan frekar auðveld og svo núna á næst síðustu önninni eru 4 þung og erfið lesfög...og 3 próf!!!!!!!!
Mér finnst þetta harla ósanngjarnt.

Margt í þessu námi þarf að endurskoða að mínu mati og þeir sem kenna þarna þurfa að kynna sér hvað er í gangi á "gólfinu" í dag. Námið einkennist af því hvernig draumaleikskólaveröldin ætti að vera, sem hún er náttúrulega ekki í dag, svo það þarf að færa námið nær raunveruleikanum!!!!

En....maður verður víst að vera jákvæður og það allt....þrátt fyrir að hafa verið ferlega mikill skussi í náminu þessa önnina og það fer ferlega í taugarnar á mér og auðvitað fær maður það í bakið núna....EN...ef ég lít á björtu hliðarnar þá hef hins vegar gert margt þessa önn sem ég hef aldrei gert áður og lífið sjálft er jú líka nám....kannski maður ætti bara að lifa því lifandi og láta námið flakka???
Hvað segið þið??????????????

2 Comments:

At 12:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Guð hvað ég skil þig vel. Ég er líka komin með ógeð af þessu námi og hlakka ég til að vera bara með lokaritgerð eftir áramót. En guð já þú ert að fara í aðferðafræðiprófið ojbara Guð hvað ég er fengin að vera búin með það ógeð þótt ég hafi bara fengið 6 í prófinu en þá allaveg er ég búin með það og aldrei aftur heheheheheheh mundu bara að leggja jóhönnu hluta á minnið manstu það gildi 50% og Amalíu hluti 50%
en gangi þér vel ég kíki alltaf inn á bloggið þitt reglulega og tjekka á þér
Kveðja frá Ingu í köben

 
At 1:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú átt eftir að rúlla þessu upp Íris.. þú ert svo ógo klár að það hálfa væri nóg. Hef engar áhyggjur af þér.
Já til hvers er lífið ef maður getur ekki notið þess???
Kv. Ingunn

 

Skrifa ummæli

<< Home