mánudagur, nóvember 06, 2006

Komin frá Tallinn

Þetta var aldeilil mögnuð ferð. Lentum í snjó og svolitlum kulda, og strax á föstudagsmorgninum var 3ja tíma gönguferð. Fyrst leist manni ekkert á blikuna en svo var bara að klæða sig vel og skella sér af stað. Ég hefði sko ekki viljað missa af þessari göngu, sáum marga merkilega staði og heyrðum brot af sögu Tallinn borgar.
Margar byggingarnar eru svo flottar og byggingarstíllinn margvíslegur. Borgin er náttúrulega svolítið grá og kaldranaleg að sjá í slabbinu en þegar maður þræðir allar litlu þröngu hliðargöturnar frá Ráðhústorginu þar sem minjagriðabúðirnar eru hver við hlið annarrar fer manni að líka betur og betur við staðinn. Veðrið var samt mun betra en við bjuggumst við, það var nánast heiðskírt og lítill sem enginn vindur, pínu kalt en fallegt veður, sem betur fer!!

Þarna komst maður líka að því hvað við íslendingar erum sjúklega stressaðir. Við Birgitta vorum að rölta í bæinn og áttuðum okkur allt í einu á því að við vorum sko að ARKA á fullu spani, eins og við værum að missa af einhverju...sem við vorum alls ekki að gera!!!
Við fórum líka í kjörbúð (eins og stórvinkona mín Þóra Hallgríms segir..híhíhí) og það var bara eins og skanninn virkaði bara á mínútu fresti, það var sko ekki hvert "bíbb" hljóðið á fætur öðru heldur kom "bíbb" og svo leið allavega hálf mínúta þar til næsta "bíbb" kom.
Alls staðar var röð og við biðum örugglega í 1 1/2 klst á flugvellinum til að komast inn í landið, allir frekar dasaðir eftir flugið og svona.
En þarna sér maður muninn, við íslendingar erum bara svo hyper eitthvað og alltaf á fleygiferð.

Annars nýttum við tímann vel og vorum ekkert að hanga í bælinu fram eftir öllu heldur kappklæddum okkur bara og skelltum okkur út að rölta. Við fundum margar skemmtilegar búðir, sátum á kaffihúsum, borðuðum ítalskan mat og indverskan, hlógum og hlógum, tókum margar myndir og sumir tóku aðallega sjálfsmyndir. Kíktum auðvitað út á lífið og skemmtum okkur bara mjög vel. Fundum skemmtilegt Bjórhús þar sem við áttum staðinn og sérstaklega þar sem þar voru langir bekkir og borð og við gátum öll setið saman..enn meiri læti!!

Tallinn er falleg borg og ég er viss um að hún er enn fallegri og líflegri að sumri til.
Vel heppnuð og ánægjuleg ferð í alla staði en heima er samt best!!!

Myndirnar koma inn fljótlega!!

3 Comments:

At 7:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim skvís og árinu eldri, hehe.
Innilega til hamingju með daginn Íris mín...skypa þig í kvöld ef þú verður heima ;-)
Eigðu góðan afmælisdag í faðmi ættingja og vina.

Stórt afmælisknús frá DK,
Dóra Hanna, Sighvatur,
Gabríel og Elmar Elí

 
At 10:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Íris mín!
Til hamingju með afmælið:) Megi Guð og gæfan ætíð flgja þér um ókomna tíð! Risa knús og kossar til þín og eigðu frábæran dag:)

Kveðja
Fríða sys

 
At 8:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Var að lesa ferðasögu þína frá Tallinn Íris mín. Ég var einmitt að hugsa svipaða hluti þegar ég fór til Kaupmannahafnar tvisvar með stuttu millibili um daginn, vegna fréttavinnu. Maður þykist nú vera að "róast" eftir því sem maður aðlagast betur dönskum samfélagsháttum...en í vinnuhamnum verður maður ennþá meira "hyper", hlaupandi um höfuðborgina með myndavél, statíf, hljóðnema og allar aðrar græjur, inn og út úr leigubílum...sannarlega kominn tími á að fara loksins til Köben í rólegheitum (eins og þið stelpurnar um daginn :)

Frasi sem lýsir þessu vel er: "Vertu ekki alltaf að 'gera', njóttu þess líka að 'vera'."

Afraksturinn af miklum hlaupum undanfarnar vikur er svo kvefið sem ég hef verið með í nokkra daga...hóst, hóst frá Danmörku.

-Tillykke med din fødselsdag forleden dag :)

Þinn vinur,
Sighvatur

 

Skrifa ummæli

<< Home