Auglýsendur
Mér finnst það með ólíkindum að hlusta á auglýsingarnar núna fyrir jólin og ég neita að trúa að fólk taki þátt í þessu rugli. Mér finnst hreinlega verið að gera lítið úr neytendum og þeir hafðir að fíflum...ég meina er fólk í alvöru að kaupa sér nýjan bíl fyrir meira en milljón því það fylgir 100. þúsund króna gjafabréf með?? Og 75.þús með notuðum bíl!!!!!!!!!!!!!!!!
Ekki segja mér að fólk láti fara svona með sig????
Og svo kemur auglýsingin frá Diggy.is eða hvað þetta heitir þar sem fólk er hvatt til þess að fara inn á diggy.is og kaupa sér það far-eða borðtölvu og kaupa svo jólagjafirnar á netinu!!!!!!!!!!
Og svo toppa auglýsendur þetta með því að auglýsa rándýrar vörur og segja svo "Það er sælla að gefa en þiggja"!!!!!!!!!!!!!!!
Og frá þessari vitleysu að annarri...í kvöld vorum við mæðgur að horfa á Kastljós þar sem var viðtal við Rögnu á Laugarbóli sem hefur misst 2 börn og 1 barnabarn og í hverju herbergi er hún með mynd af börnunum sínum og sú sem var að taka viðtal spyr hana af hverju það sé. Þá heyrist í dóttur minni: "Af hverju vill maður hafa mynd af börnunum sínum"??? Nú auðvitað vill hún sjá börnin sín af því þau eru dáin"!!!!!!!!!!!
Þetta getur hver heilvita maður og líka barn séð....mikið vildi ég óska að spyrlar færu að hætta að spyrja heimskulegra spurninga!!!!!!!!
4 Comments:
Ertu eitthvað pirruð Íris mín?? Veistu hvað er lang best að gera.. slökkva á sjónvarpinu og útvarpinu og setja ítalska tónlist á fóninn og láta sig dreyma :) Það geri ég allavega og það bara virkar svona hrikalega vel.. hehehe
Kv. Ingunn
Hehehe... við vorum svo heppin að vera að skipta um bíl og fundum hann hjá Ingvari Helgasyni.... okkur að óvörum afhenti sölumaðurinn okkur 75 þús. króna gjafabréf.... við vorum alsæl... en ég segi það sama, finnst mjög ótrúlegt að fólk kaupi sér bíl einungis til þess að fá gjafabréf. Held að hugsunin á bakvið þessa herferð hjá þeim í Ingvari Helgasyni sé sú að láta fólk sem er á annað borð að leita sér að bíl koma fyrst til þeirra. Snilld.
var bíllinn ekki bara 75 þús kr dýrari en hann átti að vera þú hefur ekki spurt hvort hann vildi draga þetta af söluverðinu
Alveg örugglega sko ;o)
Skrifa ummæli
<< Home