7.nóvember
Afmæliskakan mín í fyrra...mikið var maður nú sætur einu sinni...fyrir mörgum mörgum árum síðan :)
Skrýtið með þennan dag í fjölskyldunni, 7.nóvember.
Þannig er mál með vexti að mamma mín er fædd 1952 og í maí 1954 eignaðist hún systur sem lést 7.nóvember 1954.
Þann 7.nóvember 1956 eignaðist mamma svo aðra systur sem er Ester frænka mín og svo þann 7.nóvember 1975 eignaðist mamma mín MIG!!
Þannig að í dag á ég afmæli....reiknið svo bara út...ykkur til skemmtunar, hvað ég er gömul!!!!
Svo að dagurinn sem var sorgardagur hefur með árunum orðið að tvöföldum gleðidegi.
Allavega þakka ég fyrir hvern afmælisdag sem ég lifi, og mér finnst ekkert slæmt að eldast, það er bara gott að vera hérna megin, meðal þeirra sem manni þykir vænt um og þykja vænt um mann til baka.
Dagurinn í dag var ósköp venjulegur, Gréta reyndar sofnaði mjög seint í gær og þegar við vöknuðum í morgun og hún var búin að knúsa mig í tilefni dagsins þá sagði ég að ef ég mætti ráða þá ætti maður að eiga frí á afmælisdaginn!!!
Gréta fór svo með pabba sínum að kaupa afmælisgjöf handa mér, kerti, hanska og lampa við tölvuna og svo skrifaði þessi elska afmæliskort í anda Silvíu Nætur.....töff töff töff!!!
Rúsínan í pylsuendanum er svo ítalskur matur á Galíleó með bræðrum mínum í kvöld...nammi namm!!!!!
6 Comments:
Enn og aftur innilega til hamingju með daginn dúllan mín.
Fyrst þú ert að fara út að borða í kvöld þá hringi ég bara á morgun og góða skemmtun;-)
Gréta er nú meiri dúllan, algjört æði að fá svona pakka og flott kort! Þórir góður að fara með hana og kaupa gjöf handa þér í tilefni dagsins.
Til hamingju með afmælið elsku hjartans krúsídúllan mín. Gaman að þú ert aftur orðin jafngömul og ég :-)
Hafðu það gott það sem eftir er dagsins.
Elska þig mikið mikið.
Það byðja allir að heilsa héðan frá Dubai.
Kv Harpa.
Ég segi eins og Dóar:) aftur til hamingju með daginn og vonandi fékkstu gott að borða og áttir frábæran dag og frábært kvöld:)
Er ekki örugglega rétt hjá mér að þú sért tuttugu og.... eins í dag???
Love you!!!
Fríða sys;)
Hjartanlega til hamingju með daginn mín kæra...
ætla svo bara rétt að vona að tannálfurinn komi í nótt... er bara voða skrítin þegar kemur að lausum tönnum... get varla horft á þetta annars mjög svo fallega barn þetta með tönnina lafandi þarna út um munnvikið ... úff ... hehhe
Til hamingju með daginn sæta sys!! Takk fyrir kvöldið í gær á Gal í Leó, skemmtilegt og kósý kvöld sem endaði reyndar með að maður borðaði yfir sig sem var ekki gott...... ;)
Til hamingu vinkona. Þú verður fallegri með deginum sem líður :)
Kv. Ingunn
Skrifa ummæli
<< Home