miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Tallinn, Eistland

Þá er loksins komið að þeirri menningarferð FS sem ég er að fara með í!!

Ég er búin að vinna hjá FS (Félagsstofnun Stúdenta) í 5 ár og annað hvert ár er farið í menningarferð út fyrir landsteinana og ég hef aldrei farið með...svo nú var ekki lengur nein afsökun og ég hefði verið rekin úr vinnunni ef ég hefði ekki komið með í ár...sumir voru farnir að taka þetta svo persónulega!!

En það er skemmst frá því að segja að við verðum á glæsilegu hóteli, veðurspáin hljómar upp á
MÍNUS 4 gráður og snjókomu...en hverjum er ekki samam???
Við leggjum í hann á morgun og komum aftur á sunnudag svo þetta verður stutt stopp. Stelpan er nánast búin að pakka, búin að fá lánaðan i-pod, komin með sokkabuxur, húfu, vettlinga og trefil og bara nánast til í hvað sem er!!!

Okkar bíður dvöl á glæsilegu hóteli, árshátíðarkvöldverður í boði FS, menningarferð um Tallin og svo bara það sem maður gerir í svona ferðum...rölta um borgina, fá sér kannski eitt hvítvínsglas, skrifa póstkort og njóta þess að upplifa aðra menningu og sjá eitthvað nýtt....það er alltaf gaman.

Mamma og pabbi eru líka að fara í menningarferð með vinnunni hans, þau fara á föstudaginn til Barcelona. Gréta fer í menningarferð í Garðabæinn í kvöld og svo á Selfoss þar sem hún mun vera hjá pabba sínum á meðan ég verð úti. Svo það er nánast bara öll fjölskyldan á faraldsfæti!!!

Skrifa um ferðina þegar ég kem heim og set inn myndir....þangað til...njótið veðurblíðunnar á Íslandi...verður spes að koma heim í hlýrra veður (ef spáin gengur eftir..hehehe).

2 Comments:

At 5:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Íris mín!
Góða ferð dúllan mín og njóttu þess að vera í kuldanum:)Bara klæða sig eftir veðri;)

Og hérna... passaðu þig á eistunum...;) ha ha

Kveðja
Fríða sys ;)

 
At 10:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð skvís og njóttu þess að vera í útlandinu. Fá þér gott að drekka og borða, vera í góðra vina hópi og smá afslöppun í leiðinni, ekki slæmt það ;-)

Love ya,
Dóra Hanna

 

Skrifa ummæli

<< Home