Rómarferðin var bara frábær. Við pöntuðum ferðina á miðvikudegi, fundum Bed & Breakfast á netinu og svo var hitt bara óráðið. Flugum svo út á föstudagsmorgni :)
Hótelið var bara mjög fínt, vel staðsett og mjög hreint og fínt. Eftir að hafa komið okkur fyrir byrjuðum við náttúrulega á því að fá okkur pizzu og Peroni (ítalskan bjór). Síðan fundum við okkur til og fórum í miðborg Rómar, á Campo de´fiori þar sem við borðuðum mjög góðan ítalskan mat og fórum svo að hitta Stefano félaga okkar. Hann rölti með okkur um miðborg Rómar og þá sáum við meðal annarsPantheon, Piazza Navona og þegar við vorum að koma að Fontana di Trevi (gosbrunnur) þá tók Ingunn fyrir augun á mér og leiddi mig þar að og tók svo frá þegar við vorum komnar að...og þetta er meiriháttar að sjá. Upplýstar styttur og ómurinn frá vatninu..molto bello!!!!!
Síðan hittum við Francesco vin hennar Ingunnar og fórum með honum á nokkra ítalska pöbba og svo skelltum við okkur bara á hótelið...enda búnar að vaka í næstum sólarhring...gátum varla sofið fyrir spenningi auk þess sem ég var í verkefnavinnu langt fram á nótt til að geta komist í þessa ferð!!!
Á laugardeginum fórum við að skoða Colosseo og það var alveg stórkostlegt. Ég tók þar myndir af Ingunni með daður Gladiator dauðans...hehehehe....sem vildi bara kyssa hana!!! Síðan röltum við um og skoðuðum rústirnar af gömlu Róm og svo röltum við bara borgina á enda og skoðuðum Via del Corso sem er ein aðalverslunargatan í Róm.
Á laugardagskvöldið borðuðum við á Co2 sem er afar skemmtilegur staður og mikið sem var gott að borða þar og fá sér eitt-tvö rauðvínsglös.
Þaðan kíktum við svo á stað sem heitir Fluid og er frekar flottur....klósettið þar var mergjað....getið séð mynd af því í Rómar-albúminu hér á síðunni :)
Þaðan fórum við svo á einn heitasta klubb Rómar, La Maison og skemmtum okkur konunglega. Barþjóninn horfði undrandi á okkur þegar við báðum um Vodka í RedBull...hehehe og spurði svo hvaðan við værum!!!!!!!!!!!!!!
Þar hittum við líka ótrúlega skemmtilegt lið, ameríkana sem hafði búið lengi á Ítalíu, írska stelpu, sænska stelpu og strák frá Kýpur en þau voru öll að vinna saman í banka í London og voru þarna í skemmtiferð.....og voru svona líka hress!!!
Á sunnudaginn röltum við svo um og skoðuðum, Piazza di Spagna, Piazza Navona og fleiri staði í miðborginni. Um kvöldið borðuðum við svo geggjað góða hráskinku og Spaghetti Carbonara.....Mmmmmmm
Á mánudeginum ætluðum við að skoða safnið í Vatikaninu en þar sem var 1 milljón manns í biðröðinni ákváðum við að sleppa því bara og labba frekar meðfram ánni Tevere og skoða það sem væri hinu megin við hana. Þar sáum við meðal annars Fonte Acqua Paola, og Porta San Pancrazio og duttum svo inn á lítinn fjölsylduveitingastað þar sem ég fékk mér Ravioli með Ragú.....mér til mikillar ánægju og yndisauka....enda gerist þetta ekki betra, ekta ítalskur staður!!!
Síðan skunduðum við bara í miðborgina og ég keypti mér það sem ég hafði ætlað að kaupa, ítalskar bækur og ítalska geisladiska. Og eina ítalska dvd-mynd!!!
Um kvöldið borðuðum við svo á gamaldags stað í öðrum hluta Rómar og þar maturinn líka alveg meiriháttar, bruschetta með tómötum og svo Crostini með hráskinku og rauðvínsglas...Mmmmmm
Eftir matinn fór Francesco með okkur í bíltúr um Róm og það var svo gaman að sjá Colosseo upplýst, og að sjá "nýrri" hluta Rómar þar sem byggingarstíllinn er allt annar. Við sáum svo frægustu svalir Rómar, en þar kom Mussolini fram. Auk þess sem Francesco fór með okkur að einni hæð, benti okkur á hurð sem er alltaf lokuð og tveir verðir standa vörð. Á hurðinni er lítið gat sem við kíktum í gegnum og þar blasti við okkur San Pietro (Péturskirkjan) í öllu sínu veldi. Þetta var lyginni líkast og eiginlega það sem stendur upp úr af því sem við sáum.
Þriðjudagurinn fór svo í að rölta um Vatíkanið og skoða San Pietro kirkjuna og njóta þess að vera í Róm. Við vorum ekkkert á því að vilja fara heim..nema barnanna okkar vegna!!
Þessi ferð var meiriháttar, 17-23 stiga hiti allan tímann, þvílíkt gott að borða, gaman að hlusta á og tala ítölskuna, lesa blöðin, horfa á ítalska sjónvarpið, fá sér ítalskan ís, kaupa ítalskar bækur og diska, og skoða ítölsku strákana sem eru alltaf jafn sætir ;)
Ingunn mín...takk fyrir að ganga á eftir mér og suða og tuða í mér.....er stolt af mér að hafa ekki runnið á rassgatið með þetta því þetta var einstök upplifun og 11 ára gamall draumur okkar að rætast!!
Ti voglio bene bella!!!!!
p.s Myndirnar koma fljótlega inn!!!