...OOhhhh ég hreinlega elska að fara í leikhús...og er bara nokkuð dugleg við það, hvort sem það eru barnasýningar eða fullorðinssýningar!!
Afi minn í Halakoti var í leikfélagi og pabbi minn var oft að leika á sínum yngri árum. Man ég þó sérstaklega eftir
Músagildrunni, sem var sett upp þegar við áttum heima á Hvanneyri.
Minn leikhús-áhugi kviknaði svo fyrir alvöru svolitlu eftir að við fluttum til Eyja. Fyrsta leikritið sem ég sá þar og man það eins og það hefði gerst í gær var
Oklahoma. Við pabbi fórum og þurftum að sitja á stólum við hliðina á bekkjunum því það var fullt.
Síðan fór Geiri Scheving að plata pabba til að leika og þá fóru hlutirnir að gerast. Ég fékk oft að fara með pabba á æfingar og svo var ég að hlýða honum yfir textann heima og svona. Síðan fór ég að vinna í leikhúsinu, afhenda blóm á frumsýningum, vísa til sætis, vinna í sjoppunni og vinna í miðasölunni og svona....og ég sá oftast allar sýningarnar!!! Ég ætlaði alltaf bara að vera í miðasölunni og fara svo heim en endaði oftast á því að horfa á alla sýninguna!! Svona er ég ennþá, ef ég sé gott leikrit þá væri ég til í að sjá það aftur og aftur!!!
Ég man að mér þótti oft svo óþægilegt að horfa á pabba, var alltaf svo hrædd um að hann myndi gleyma því sem hann átti að segja :)
Ég og Óli bróðir höfum verið leikhúsfélagar í nokkur ár og farið að sjá hin ýmsu stykki....meðal annarra eru
Blóðbræður sem var sýnt hér fyrir ansi mörgum árum en það er mér enn í fersku minni....það er mitt uppáhaldsleikrit....þrátt fyrir að hafa fengið hörmulega dóma!!! Felix Bergsson og Magnús í Gusgus voru frábærir í þessu stykki....ohhh!!
Síðan er það
Veislan (eftir dönsku myndinni Festen). Þá sátum við við veisluborðið og vorum við hliðina á Hilmi Snæ....je minn eini...og hann fór allt í einu bara að gráta...með okkur alveg ofan í sér....hvernig í ósköpunum fer þetta leikarlið að þessu??? Að fara bara að grenja upp úr þurru með áhorfendur bara alveg ofan í sér??? Ég dáist að þessu fólki!!!
Með fulla vasa af grjóti var það fyndnasta....Hilmir Snær og Stefán Karl léku þar örugglega 12 hlutverk hvor, brugðu sér í allra kvikinda líki og skiptu um hlutverk eins og við drekkum vatn...og það var alveg frábært að sjá þá. Á sýningunni sem ég fór á var maður sem fékk aðsvif og konan hans kallaði á miðri sýningu hvort það væri læknir í salnum og Hilmir Snær og Stefán Karl stoppuðu strax og kölluðu út í sal hvort þar væri læknir, ljósin kviknuðu, sætavísurnar mættu á staðinn, hlúð var að manninum og svo settist hann bara aftur greyið og baðst afsökunar. Hilmir Snær og Stefán Karl margspurðu hann hvort allt væri í lagi og hvort þeir ættu að bíða lengur og maðurinn neitaði því. Þá bara slokknuðu ljósin, þeir litu á hvorn annan og svo bara byrjuðu þeir....bara eins og sett hefði verið á pásu....meiriháttar snillar!!!
Edith Piaf var/er alger snilld, ég væri til í að sjá það aftur og aftur....hún Brynhildur er alveg hreint út sagt frábær...lögin svo skemmtileg og falleg tónlist..... ef þið hafið ekki séð það þá myndi ég sko skella mér....ekki missa af því!!!
Brim, sá ég í Hafnarfjarðarleikhúsinu í fyrra og je minn eini, ég hef ekki hlegið svona mikið síðan ég veit ekki hvenær...kannski síðan ég horfði á Porky´s myndirnar hér í denn (muniði eftir þeim by the way...hehehehe). Það er (held ég) verið að fara að sýna Brim í Þjóðleikhúsinu í vetur og í guðanna bænum.....EKKI láta það framhjá ykkur fara!!!
Rómeó og Júlía var rosalega flott sýning.....hraði, spenna, ást, hatur....bara allur pakkinn!!!
Ég var einmitt að koma úr Hafnarfjarðarleikhúsinu þar sem ég sá
Himnaríki. Meiriháttar skemmtileg sýning...ofsalega fyndin!! Það er líka svo skemmtilegt að sýningin er í rauninni sýnd tvisvar sinnum. Þetta eru tveir salir og við byrjuðum á að sjá það sem gerðist á veröndinni við sumarbústaðinn og eftir hlé skiptum við um sal og sáum það sem var að gerast inni í bústaðnum...frekar skemmtilegt og öðruvísi!!!
Hér hef ég nú stiklað á stóru varðandi það sem ég hef séð og þótt skemmtilegt...hef séð margt annað, man það ekki í augnablikinu.....en svo eru það barnasýningarnar...þær eru líka ófáar en ég mæli sérstaklega með leikritinu
Klaufar og kóngsdætur, það er ótrúlega flott og skemmtilegt!!!
Mér finnst þetta svo skemmtilegt.....að klæða sig upp (þoli ekki þegar fólk kemur druslulegt í leikhús) og fara í leikhús....að sjá fólk setja sig í hin ýmsu hlutverk, fara eiginlega bara í annan heim og lófaklappið í lokin, ég fæ oft kökk í hálsinn og tár í augun......meira að segja á barnaleikritum!!!!