Ánægð með mig :)
Svona eru hlutirnir nú stundum lengi að velkjast um í hausnum á manni áður en þeir verða að veruleika.....en þannig er mál með vexti að í bloggi mínu þann 10. apríl 2005 var ég að skrifa um gamla fólkið og um það að þegar ég var yngri ætlaði ég að vinna við það að heimsækja gamalt og einmana fólk þegar ég yrði eldri. Síðan vissi ég ekkert að þessi þjónusta væri í boði en rakst svo á auglýsingu frá Rauða Krossinum um sjálfboðaliða sem gera einmitt þetta (ásamt mörgu öðru og þörfu hjálparstarfi).
Ég átti sem sagt alltaf bara eftir að láta verða af því að skrá mig.....og fyrir nokkru síðan fór ég með Didda bróður og Bjarna í bíó og sá þá auglýsingu frá Rauða Krossinum og fór að tala um þetta við Didda. Nokkrum dögum síðar kom heyrði ég svo í honum og hann spyr hvort ég sé búin að skrá mig og ég neita því en þá hafði hann sko skráð sig, sagði að ég hefði opnað augu hans með þessu tali mínu og nú væri lag!!!
Ég gat ekki verið minni manneskja, þetta var nú eldgömul hugmynd frá mér....gamall draumur næstum því, svo nú er ég búin að skrá mig og bíð eftir að fá frekari upplýsingar. Veit að það er námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða 8.nóvember og vonast til að komast á það bara.......hvet ykkur til að skoða vef Rauða Krossins og skora á ykkur og ykkar að láta gott af ykkur leiða með einum eða öðrum hætti...þá líður manni svo vel í hjartanu og sálinni :)
2 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Ohh Íris vildi að allir tæku þig til fyrirmyndar. Þú ert svo falleg bæði að innan og utan.
Kv. Ingunn
Skrifa ummæli
<< Home