Veðurfréttir
Brrrrrrr......það er nú orðið frekar kalt úti núna... og eru þeir ekki að spá kaldasta og harðasta vetri í Evrópu í fleiri fleiri ár??
Veðurfréttirnar eru sérstakt fyrirbæri í íslenskum fjölmiðlum finnst mér....sjá þetta á æsifréttastöðinni Stöð 2....veðurfréttir eru þrískiptar....fyrst kemur Siggi Stormur og segir brandara um veðrið og gerir þetta eitthvað voða spennandi...svo koma Fréttir...og svo aftur veðurfréttir og svo fréttayfirlit og svo Veðurfréttayfirlit.....eins og maður sé eitthvað tregur.......auk þess sem minnst er á veðrið og klukkuna nánast á milli allra laga í útvarpinu!!!
Þrátt fyrir þetta virðist þetta ekki skila sér til fólksins því oftar en ekki þegar spáir brjáluðu veðri þarf að leita að einhverjum vélsleðavitleysing sem fór af stað, illa búinn og grunlaus um veðrið sem var búið að spá!!!!
Ekki er nýja veðurfréttakortið á RUV neitt skárra....úff...hvað er þetta....allt orðið svo tæknilegt og svo kunna veðurfréttaþulirnir ekkert á þetta og þvælast bara fyrir kortinu eins og áttavilltar hænur......ja hérna hér.....best að sleppa því bara að horfa á þetta og fylgast bara með á vedur.is eða textavarpinu!!!!!
En talandi um vetur og kulda þá er bara eins gott að fara að koma nöglunum undir Yarisinn, kaupa nýja sköfu með skafti og kústi og allt það. Það festist svo svakalega frostið á rúðunni á Yarisnum...þarf að prófa svona sprey sem lætur þetta bráðna fyrr....eða hvað...kannast einhver við það???
Og eini gallinn við Yarisinn á veturna er að það frís svo svakalega úðan að innan...samt virðist hann ekki óþéttur.....en hann er fljótur að hitna þessi elska og það er nú kostur!!
1 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Skrifa ummæli
<< Home