Rafmagnsleysi...
..ji langt síðan ég hef upplifað rafmagnsleysi...það er svo sjaldgjæft í nútímanum!!
Við mæðgur vorum á heimleið eftir kóræfingu og þá var andrúmsloftið eitthvað svo undarlegt og mig fór nú að gruna að það væri hreinlega bara rafmagnslaust þar sem öll umferðarljós á leiðinni frá Langholtskirkju og heim voru slökkt svo og götuljósin og fékk það svo staðfest þegar ég kom að Nóatúni og þar var allt slökkt líka. Frábært!!
Svo við mæðgur fórum bara heim að lesa og teikna og kveiktum á kertum og höfðum það virkilega notalegt....vantaði bara fárviðrið; vind, snjó og fjúk....ohhhh......það er svo huggulegt, sérstaklega þegar maður þarf ekki nauðsynlega að fara út!!!!
Skemmtilega óvænt ánægja!!!
2 Comments:
Já manstu hvað það var oft rafmagnslaust út í Eyjum hérna í den. Þetta rifjar bara upp góðar minningar. Þegar maður sat við kertaljós að spila eða eitthvað. Yndislegt alveg.
Kv. Ingunn
Ég lagði mig aðeins eftir vinnu og vaknaði svo, allt dimmt og ljósin virkuðu ekki. Ég byrjaði á að kíkja á rafmagnstöfluna því maður fattar hreinlega ekki að rafmagnið geti farið því það fer svo sjaldan - hélt að e-ð hefði slegið út :) En ég man einmitt eftir því hvað það kom svakalega oft fyrir í Eyjum að það yrði rafmagnslaust, vasaljósið og kertin áttu fast pláss í einni eldhússkúffunni :)Kv. Beta
Skrifa ummæli
<< Home