miðvikudagur, október 19, 2005

Hópefli...

..ótrúlegt hvað það hefur mikil áhrif á mann að vera í hóp af fólki sem er að gera það sama og maður sjálfur!!

Byrjaði í seinni innilotunni í skólanum í morgun....er búin að vera frekar kærulaus og værukær þessa önn, sem er afar ólíkt mér, og hef verið að leita skýringa á hvernig stendur á þessu. Síðasta önn var mjög skemmtileg, nóg að gera, mikið af hópverkefnum og svona og árangurinn góður. Núna hins vegar eru þessi fáu verkefni sem við eigum að gera einstaklingsverkefni og það situr hver og einn heima hjá sér með bækurnar og fyrir framan tölvuna og stússast einn og sér í þessu. Við höfum okkar spjallsvæði en það er ekki eins og að hittast "face to face". Enda glatt á hjalla í morgun...nema hvað að margir eru einmitt í sama gír og ég......kæurlausir og með allt á síðustu stundu....Þannig að mín niðurstaða er sú að þeimur meiri verkefnavinna þeimur betri árangur....það skilur líka miklu miklu meira eftir sig heldur en einhver páfagaukalærdómur rétt fyrir próf....skil ekki af hverju próf eru ekki bara úreld og verkefni látin gilda meira!!!

Eitt annað í sambandi við þetta, lesefnið er líka ekki svo áhugavert.....undarlegt miðað við hvað íslenskt mál og þá sérstaklega ritað mál hefur verið lengi til að mikill meirihluti námsefnisins er á norsku..og ekki hlaupið að því að fá norskar orðabækur er okkur svo sagt??? Eigum við virkilega að trúa því að það séu ekki til nægilega góðar heimildir um t.d. máltöku barna og þróun ritunar og lesturs á íslensku?? Hvar eru okkar fræðimenn? Og hvernig getur fólk alið upp börn og kennt þeim að lesa og tala ef ekki er hægt að nálgast neitt lesefni? Allt í lagi að hafa erlent efni með en kannski ekki í miklum meirihluta....sérstaklega þar sem alltaf er nú verið að tala um að íslenskan eigi undir högg að sækja og íslendingar séu varla talandi orðið...ekki skrýtið þar sem námefni okkar er allt á erlendum tungumálum!!!!
Maður verður sko orðinn altalandi á fræðimanna-norsku eftir 4 ár í leikskólakennaranáminu!!!

Úff.....fer mér ekki vel að vera svona neikvæð...á morgun er það myndmennt...glerja leir, búa til pappírsmassa og fleira....þá léttist nú lundin :)

1 Comments:

At 8:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ciao bella!:) fardu nu ad skella brefinu i post;) hihi.. bestu kvedjur, un grande bacio*

 

Skrifa ummæli

<< Home