Annríki
Það er ótrúlegt hvað er alltaf mikið að gera þegar mamma mín kemur í bæinn!! En eins og er með þetta "lið" utan af landi (hahahaha) þá þarf það náttúrulega að sleppa fram af sér beislinu þegar það kemur í bæinn og ekki mikill tími til annars. Sjá til dæmis svokölluðu vini manns úr eyjum, aldrei hafa þeir tíma til að kíkja við hjá manni þegar þeir eiga ferð í höfuðborgina, er ég samt sem áður á sama svæði og Kringlan og því ekki mikið mál að renna við...en það er önnur saga.
Mamma þarf að sjálfsögðu að komast í Bónus, RL (=Rúmfatalagerinn), IKEA, Blómaval, heimsækja afa og Ingu, fara í klippingu og lit til Óla, elda mat handa okkur systkinunum (ekki nauðsynlegt en alltaf vel þegið!!) og Bjarna (hehehe) auk þess að sinna barnabarninu. Það felst meðal annars í því að leyfa Grétu að snyrta hana, fara með henni í sunnudagaskólann, horfa á Stundina okkar með henni, vera í mömmó og margt fleira.
Mér verður oft hugsað til þess að þegar ég kem til eyja þá er það alger afslöppun fyrir mig, ég geri varla neitt. Og svo þegar mamma greyið kemur hingað þá er hún að elda og brasa, alltaf með svuntuna og slakar aldrei á......úff....og nú um helgina þá tókum við meira að segja slátur!!!!
Þess á milli er mamma með prjónana á milli handanna og bókstaflega framleiðir peysur og fleira.
Svo segist hún ekki skilja hvernig við getum búið hér í Reykjavík, allsstaðar biðraðir, umferðaröngþveiti og bílastæðavesen. Svo þegar ég fer til eyja skil ég ekkert í því hvar allt fólkið sé, það er varla hræða á ferð og alalr búðir hálftómar :)
Já svona er heimurinn skrýtinn!!!
2 Comments:
hahahaha þessar mömmur!!! Mamma og pabbi komu einmitt til mín í gærkvöldi og pössuðu börnin stutta stund. Þegar við Garðar komum heim þá var mamman búin að brjóta saman allan þvottinn..hehehehe.. Þær þola ekki aðgerðarleysi... (ætli maður verði svona?) kv.ragnajenny
Heheh...er einmitt alltaf að bíða eftir því að verða svona alvöruhúsmóðir eins og mamma...stoppa í sokka í stað þess að henda þeim og kaupa nýja, taka slátur sjálf, taka afleggjara af blómum og svona....hehehe...ætli maður verði nokkuð þannig...
Kv, Íris Dögg
Skrifa ummæli
<< Home