Vinahelgin
Ó já....síðasta helgi var alveg hreint frábær...Gréta fór með Didda bróður og Bjarna frænda til Eyja með fyrri ferðinni á föstudaginn því leikskólinn hennar var lokaður og ég var í innilotu í skólanum...við pabbi fórum svo með seinni ferðinni.
Elfa og Þóra úr gamla vinahópnum mínum, Eljaraglettum, voru búnar að skipuleggja vinahelgi í Eyjum og var það nokkuð stíft prógramm og bara gaman. Við hittumst með börnin í sundi kl 13.30...þ.e.a.s þær sem voru ekki heima að þrífa eftir eiginmennina (ha Arnar..tékka á tappanum drykkjarjógúrti ÁÐUR en maður hristir það) og áttum þar góðar stundir í sundi og heita pottinum.
Síðan var rúllað í bakarí og hungrið seðjað....þaðan var svo haldið í kirkjugarðinn og lagður haustkrans og engill að leiði elskulegrar vinkonu okkar Kristbjargar.
Eftir það var rúllað heim með börnin en við hin héldum áfram að pottast....skelltum okkur í pottinn á Hótel Þórshamri....sundbolakeppni um ljótasta sundbolinn (sem var fenginn að láni hjá ömmum og frænkum...huhumm) var haldin og við stelpurnar gerðum okkar besta en Finnsi toppaði allt með að mæta í gegnsæjum sundbol og vann auðvitað!!!
Eftir pottinn var brunað heim þar sem allir sjænuðu sig til og svo hittumst við á Fjólunni og borðuðum góðan mat....vel útilátið og bragðgott og þjónustan mjög góð.
Þaðan var svo brunað í partý á Búhamar 11....æskuheimili Elfu Ágústu....rifjuðum upp gamla tíma og spiluðum góða tónlist (Sálin og U2 aðallega) ....stelpurnar fengu hárgreiðslu hjá Þóru snillingi og eftir miðnætti varð Arnar 32 ára gamall....allt að gerast!!!
Um 01.00 var það svo Sálarball í Höllinni.....þótt Sálin sé alltaf best þá var þetta ball það besta í langan tíma....eflaust hefur félagsskapurinn eitthvað með það að gera....maður fór bara aftur um mörg mörg ár....tók í nefið og allt...úbbssss.....hitti gamla skólafélaga og bekkjarsystkin.....það var bara "allt eins og það á að vera" og mikið gaman. Fyndið að þarna voru 3 kynslóðir....allt frá 18 ára unglingum upp í ömmur og afa.....(Ester frænka og Einar....heheheh).
Sálin er náttúrulega bara best....þvílíkur kraftur í þeim og stemmning alltaf.....þeir klikka bara ekki!!
Dóru Hönnu, Sighvatar og Hörpu var reyndar sárt saknað en...þau voru með okkur í anda og við með þeim (sem og síma og e-meilum....heheheh)
Takk fyrir frábæra helgi :)
8 Comments:
Sælar, takk fyrir síðast, MIKIÐ VAR ÞETTA GAMAN,!!!! Arnar stakk upp á því að fara heim rúmlega þrjú og mín sá ekki eftir því daginn eftir að hafa fylgt elskulegum eiginmanni heim. Við verðum sko að endurtaka þetta að ári en þá í bústað uppi á landi,
heyrumst sem fyrst kveðja Elfa Ágústa og Arnar
Þýðir þetta með gegnsæja sundbolinn hans Finnsa að ég hef misst stöðuna sem eigandi ljótasta sundfatnaðarins (á ég hér vitaskuld við „rauðu sundskýluna“ :)
Vinakveðja,
Sighvatur
Hæ. Vá hvað þetta hefur verið mikið stuð hjá ykkur, hefði ekki verið leiðinlegt að vera með ykkur þarna. En var sko með ykkur í anda.
Verð með á næsta ári!!!!!
Kveðja Harpa
Hehehe...veit ekki alveg Sighvatur...Finnsi fór ansi nærri því að stela sigrinum....en nota bene..hann þurfti að mæta í kvenmannsfötum til þess....svo ég er ekki viss um að þetta sé tekið gilt :)
Já rosalegt að missa af þessu balli maður. Kem í heimsókn og fæ að heyra öll smáatriðin.
Kv. Ingunn
svei mér þá ég held að ég hafi ekki farið á Sálarball síðan í Höllinni gömlu forðum daga... Vá hvað það er langt síðan..:( kv.ragnajenny
Er ég nokkuð orðin of seinn að commenta á þetta Íris mín?? Þetta var geggjuð helgi, og ég mun gera mitt (sem endra nær) til að standa uppúr í hverskyns keppnum. Vona að vinir.is fái tækifæri til að hittast sem fyrst og endurtaka þessa gleði.
Kveðja Finnsi og stelpurnar.
Nei Finnsi minn....betra er seint en aldrei...takk fyrir kveðjuna og skemmtunina um helgina!!
Já vonast svo sannarlega til að endurtaka leikinn fljótlega!!
Þín Íris
Skrifa ummæli
<< Home