miðvikudagur, maí 25, 2005

Einkunnir....

...ótrúlegt hvað þessar tölur, einkunnirnar, geta haft mikil áhrif á mann....við vorum tvær sem unnum verkefni saman um daginn, eyddum engum tíma í það (ég notaði meira að segja gamlar glósur frá því ég var í HÍ...úppss) opnuðum ekki bókina eða neitt...kennslan var heldur engin, engin samskipti við kennarann sem notaði ekki einu sinni svæðið okkar og því ekki einu sinni staður fyrir okkur fjarnema til að ræða saman um verkefnið!!! Þetta var reyndar bara sjálfsnám (og ekkert að því svo sem) sem skilur akkúrat ekkert eftir sig (eitthvað að því hins vegar!!)...kúrs sem þyrfti að endurskoða....en alla vega....við fengum 7,5 og vorum ekki sáttar :( Sérstaklega þar sem að í innilotunni vorum við látin lesa ljóð, segja sögur og lesa upp úr bókmenntaverki á mettíma og gagnrýnin var sú að þetta væri og hratt lesið (en samt vorum við beðin um að lesa bara örlítið og ítrekað að knappur tími væri og allir þyrftu að fá að lesa....)

Þar sem pabbi minn hefur nú kosið að búa hjá mér þarf hann að hlusta á mig rausa um hina og þessa kúrsa/kennara, og var honum öllum lokið þegar ég svo var ósátt við 7,5 í fagi sem skildi ekkert eftir sig, var engin kennsla í og verkefnið fyrir neðan allar hellur!!! Hann sagði nú afar yfirvegað : Íris mín, venjulegt fólk yrði nú bara sátt við þessa einkunn, miðað við lýsinguna á kennslunni, en ekki þú"
Hvað meinar hann? Er ég ekki venjulegt fólk?? Nei sjálfsagt ekki....en þá spyr ég nú bara hver er það???

laugardagur, maí 21, 2005

Lífið og tilveran!!

Eins og spaugstofumenn sögðu hér um árið...."Tilveran er ekkert nema endalaust rugl....ósynd með sundfit og kút...lífið minnir töluvert á truflaðan fugl...með flösku og drekkur af stút....í gámi inn við Sundahöfn er gæfa mín geymd...ég get ekki leyst hana út.....osfrv......"

Ég hef einmitt verið að velta lífi mínu og tilveru töluvert fyrir mér þessa dagana eða síðan Gallup hringdi um daginn og bar upp allskyns skemmtilegar spurningar sem ég svaraði með ánægju...hehehe...en þeirra á meðal voru þessar spurningar "Ertu ánægð með líf þitt?" "Ef þú gætir lifað upp á nýtt myndir þú þá breyta einhverju?"

Úff....nei ég held bara ekki... en... ef maður veltir þessari spurningu of lengi fyrir sér þá vefst svarið kannski aðeins fyrir manni.....fyrst myndi ég vilja fá svör við öðrum spurningum...
  • Er líf eftir þetta líf?
  • Endurfæðist ég?
  • Hvað bíður mín annarsstaðar?
  • Er lífi mínu og tilveru stjórnað af æðri máttum??

Þegar ég lít til baka þá er ég bara nokkuð sátt við mitt líf. Ég var í góðum félagsskap þegar ég var barn/unglingur, bjó á lifandi og skemmtilegum stað, æfði handbolta og fótbolta, prófaði badminton en ákvað svo að það væri nóg að Biggi frændi væri í því sporti :) ég var í kór, prófaði skátana...reyndar ekki lengi né af fullri alvöru....varð stúdent, fór til Ítalíu sem au-pair, eignaðist kærasta (sem ég á reyndar ekki lengur), átti barn, fór í meira nám og svo í annað nám!!

Tilgangurinn með þessum pælingum er að sjá hvað ég hef verið heppin í mínu lífi...og þakka fyrir það...eins og ég þakka fyrir það að það skuli ALLTAF vera LENS þegar ég fer með Herjólfi :)

Ó já án gríns....það eru litlu hlutirnir í lífinu sem maður gleymir stundum að þakka fyrir og hér með geri ég það.....takk fyrir mig ....hver sem stjórnar mínu lífi og minni tilveru!!!

laugardagur, maí 14, 2005

Barn að eilífu...

... eftir Sigmund Erni er bók sem mér finnst að allir ættu að lesa. Miklar umræður hafa verið um bókina, hvort hún hefði nokkurn tímann átt að koma út, hvort hún sé brot á friðhelgi einkalífs stelpunnar sem hún fjallar um og hvort hún ali á neikvæðum og fordómafullum sjónarmiðum í garð fatlaðra.

Í bókinni er faðir að lýsa sinni reynslu og upplifun af því að eignast fatlað barn og hann lýsir öllu því sem fylgir í kjölfarið. Hann er opinn og hreinskilinn og er ekkert að skafa utan af hlutunum, þótt hann skreyti kannski lýsingarnar örlítið.
Bókin hafði þau áhrif á mig að ég fór að sjá betur þá fordóma sem ríkja í okkar samfélagi gagnvart þeim sem eru "öðruvísi". Barnið í bókinni átti við fötlun að stríða, en fötlunin var ekki sýnileg strax, heldur var hún innra með barninu. Faðirinn segir á einum stað í bókinni að hann hafi verið farinn að öfunda foreldra barna með Downs því fötlun þeirra er sýnileg. Þegar hann var að lýsa því hvernig fólk horfði á þau þegar þau voru í búð fór ég að hugsa til þess að stundum þegar barn lætur öllum illum látum í búð sér maður að fólk glápir á foreldrana eða barnið og hugsar eflaust með sér hversu barnið er óþekkt eða mamman léleg mamma....án þess að hafa eina einustu hugmynd um aðstæður. Ég lærði heilan helling af því að lesa þessa bók og hún er alltaf ofarlega í huga mér.

Í gær fór ég í klippingu og sá þá Mannlíf með viðtali við móður stelpunnar. Hún er mjög ósatt við útgáfu bókarinnar og telur að faðirinn sé að niðurlægja og gera lítið úr dóttur þeirra. Ég get vel skilið margt af því sem hún telur upp en það sem mér finnst samt standa upp úr er að þessi bók opnar augu margra og þarna kynnist fólk því frá fyrstu hendi hvernig það er að þvælast á milli lækna, stofnana og annarra í leit að greiningu og lækningu fyrir barnið sitt.
Þarna stangast tvö sjónarmið á og afar erfitt að taka afstöðu með öðru þeirra!

Ég mæli hiklaust með þessari bók og dæmi svo hver fyrir sig!!!

Framhaldssagan "'Ólán Herdísar" :)

Hehehe....ég verð bara að halda aðeins áfram að segja ykkur frá Herdísi vinkonu minni og hennar óláni....heheheh....ég var nú byrjuð að segja frá því hér og nú kemur viðbót...Herdís er afar sérstök manneskja og ekkert nema gott um hana að segja, hún tekur sjálfa sig mátulega alvarlega og gerir góðlátlegt grín að sér (og öðrum) þegar það á við...allavega....þá var Herdís með barnatönn...sem aldrei hafði dottið úr, hún fór til tannsa og hann setti teina í hana og seinna var gerð aðgerð....og í eitt af þeim skiptum sem Herdís þurfti að skreppa til tannsa varð hún fyrir því óláni þar sem hún sat í tannlæknastólnum að það var bakkað á bílinn hennar....nokkurt tjón varð en ekki þannig að bíllinn væri óökufær....en samt nóg....!!!!!

Hér eftir verða vikulegir pistlar um Ólán Herdísar..heheheh!!! Þakkið ykkar sæla fyrir það lán sem ykkur fylgir....híhíhí..


föstudagur, maí 13, 2005

Nammi....

...getur verið skaðlegt...það vitum við öll...ef maður borðar mikið nammi fitnar maður, verður ógeðslegur að innan, fær niðurgang, fær Karíus og Baktus og ég veit ekki hvað og hvað...eeeeennnn...
...sáuð þið fréttina í Fréttablaðinu í fyrradag...ég fékk algert hláturskast...þannig var mál með vexti að ferðalangur sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar bíður nú dóms eftir að hafa komið með 30 kíló af sælgæti til landsins!!! Sælgætið keypti hann um borð en einungis er leyfilegt að hafa með sér 3 kíló!! Maðurinn bauðst til að borga toll af namminu en því var hafnað, nammið gert upptækt og maðurinn fékk 7500 kr. sekt sem hann ætlar ekki að una, þar sem hann telur að vitlaust hafi verið vigtað.
Dómur fellur í málinu 30.maí...ég bíð spennt eftir að vita hvernig fer!!!! Ætli hann sé ekki bara í farbanni á kostnað ríkisins!!!!

Ólan, óheppni, seinheppni og hvað þetta nú heitir allt....

Ég bara verð að tjá mig um seinheppni Herdísar samstarfskonu minnar.....heheheheh....það er ekki nokkru lagi líkt og er í raun hætt að vera fyndið...enda lyginni líkast. Fyrir 2 árum giftu þau sig, hún og maðurinn hennar, hjá dómara....og svo um daginn voru þau í einhverju bankastússi og koma þá bara í ljós að þau eru hvergi skráð gift!!!! Bara búin að vera gift í 2 ár, selja og kaupa íbúð og alles....en bara ekki sem gift....eitthvað fyrirfarist hjá sýsla....
...ekki nóg með það...heldur fellur maðurinn hennnar úr töluverðri hæð niður á steinsteypt gólf og hælbrotnar á báðum fótum ...bara hjólastóll, endurhæfing og allur pakkinn í 2-3 mánuði...þau ákveða því að fá sér lazy-boy, fara í ákveðna húsgagnaverslun og velja stól, biðja um tvo sendibílstjóra til að flytja stólinn upp á 3ju hæð í lyftulausu húsi þar sem maðurinn kemst hvorki e né me....en viti menn...einn flutningamaður kemur, Herdís drattast með stólinn upp með manninum...og hvað svo???? Vitlaus stóll...takk fyrir!!! Aftur kemur bara einn bílstjóri til að sækja stólinn og koma með réttan stól!!!
Jæja....sagan er nú ekki öll......Herdís ætlaði að vera svo sæt við slasaða manninn sinn og gefa honum (þeim) gasgrill í afmælisgjöf og er búin að vera að reyna að koma því við í 2 vikur...lét loksins verða af því í gær að panta og borga grillið og láta svo senda það heim í dag....og viti menn....birtist ekki tengdapabbi hennar öllum að óvörum með GASGRILL...svo nú eiga þau tvö!!!! Svona mætti lengi telja......en finnst ykkur þetta hægt? Að heppninni, lukkunni og láninu sé svona misskipt.....það geta ekki allir haft heppnina með sér...híhíhí.....en þinn tími mun koma Herdís mín...vittu til...þú átt eftir að vaða í lukku og hefur ekkert nema skemmtilegar sögur að segja barnabörnunum þínum.....!!!!!





miðvikudagur, maí 11, 2005

Bland í poka...

Jæja...hvað segið þið þá?? Veðrið er aldeilis skemmtilegt þessa dagana svo ég byrji nú bara á því að afgreiða það mál....hvað á þetta að þýða?? Sól í Stóragerðinu þegar við mæðgur fórum að heiman í morgun, blyndbilur nánast hjá BSÍ, haglél rétt fyrir hádegi og bongóblíða seinni partinn...!!!

Gjörningur...

Undanfarna daga hef ég verið að velta fyrir mér hvað maður er nú undarlegur, maður burðast með tilfinningar og skoðanir, hugsanir og pælingar daginn út og daginn inn og finnst maður oft vera sá eini í heiminum sem líður akkúrat svona.....en svo gerist eitthvað og maður áttar sig á því að maður er ekki einn í heiminum....ég var að gera gjörning í skólanum og þar sem ég er í fjarnámi eru samnemendur mínir vítt og dreift um landið og heiminn reyndar og kl.14.00 s.l. fimmtudag fórum við sem sagt öll undir beran himinn, hver á sínum stað í heiminum og fórum með eina setningu hvert...einhverja setningu um ákveðið efni sem við völdum okkur í byrjun annar....yrðing sem börn sögðu um ákveðið fyrirbæri tilverunnar að því fjarstöddu. Hljómar flókið en samt.....fyndið að standa einn úti og segja einhverja setningu sem virðist algerlega út í hött...út í loftið...en það skemmtilega við þetta var að maður vissi af fólki í Danmörku og Svíþjóð, Reykjavík og Selfossi og fleiri stöðum sem voru að gera nákvæmlega það sama.....lítill heimur ha??

Tónlist...

...merkilegt hvað tónlist hefur undarleg áhrif á mann!!! Ég er oft að velta því fyrir mér hvað tónlist er frábært fyrirbæri...og hvað hún hefur undarlega áhrif á mann....maður er kannski bara sæll og glaður og heyrir eitthvað lag sem manni finnst fallegt og allt í einu liggur manni við gráti, hárin rísa og fiðringur hríslast um mann!!
Svo er maður kannski niðurdreginn og heyrir þá gamalt Wham-lag eða Duran Duran og þá lifnar nú heldur betur yfir manni....nei ég segi svona......en ætla einhverjir á Duran Duran tónleikana fyrst ég minntist nú á það góða band??????
Mig langar geggjað mikið....stefni stíft að því að fara...hehehehe... var nú reyndar Wham-ari en glætan að þeir komi saman og spili fyrir okkur.....NOT.....
Ég er mikið fyrir fallega tónlist og Josh Groban er í miklu uppáhaldi...ég fæ hreinlega alltaf tár í augun þegar ég heyri sum lög með honum...myndi vilja setja diskinn í....spila svo geðveikt hátt...en græjurnar mínar eru ekki það öflugar að það myndi skila sér.....best að fara að athuga með það mál!!!

Íþróttir...

...jæja það birti nú aðeins til hjá mínum liðum...Chelsea að standa sig...Raikkonen líka...og svo fer íslenski fótboltinn að fara af stað.....ÍBV er reyndar spáð falli heyrðist mér en Bjarni frændi á nú eftir að fá að sýna sig og sanna....hehehehehe!!!!!
Við sjáum hvað setur!!!!

Utanlandsferð í sumar....

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að tilgreina hvert ég er að fara í sumar...heheheh....ætlaði að reyna að draga það en.....ég, Gréta og Óli bróðir erum semsagt að fara á Lanzarote...sem er nýjasti staðurinn hjá Sumarferðum....þar ætlum við að liggja í 2 heilar vikur, sleikja sólina, borða góðan mat, láta stjana við okkur á 5 stjörnu hóteli og SLAPPA AF.....mmmmm...hvað segið þið um það??
Ég get varla beðið...en hlakka samt til að vera búin að eiga gott sumar á Íslandi....förum sko 2.ágúst (þriðjudagur eftir Þjóðhátíð.....Óla bróður til mikillar skelfingar!!!) og komum heim 16.ágúst......gleði gleði!!!!

föstudagur, maí 06, 2005

Vorfílingurinn!!!

Ísskápurinn þrifinn...

Mikið er gott að fá svona frídag...og nýta hann svona líka vel :) reyndar byrjuðum við mæðgur á vorhreingerningunni seinni partinn í gær þegar við tókum ísskápinn í gegn...ég er búin að vera á leiðinni að þrífa hann í margar vikur...en einhvern veginn hefur það alltaf dregist. Ég notaði sem sagt tækifærið á meðan hann var tómur og þreif hann hátt og lágt...fór svo í dag og verslaði í hann svo hann er ekki lengur eins og þrotabú!!

Dóta-yfirferð, blaðagámur og fatahrúgur!!

Við fórum líka í gegnum "litla-barna-dótið" hennar Grétu og settum fullt af því í poka og fórum með til fyrrverandi samstarfskonu minnar en hún er að gerast dagmamma og þáði með þökkum þetta dót...mér til mikillar ánægju!! Síðan var brunað í blaðagáminn með tvo yfirfulla poka...já maður er sko í vorfíling!!! Fullur poki af barnafötum og skóm er líka á leiðinni eitthvað annað!! Næst er að fara í gegnum MINN fataskáp..huhumm!!!!!

Flugnafæla...

Við mæðgur skelltum okkur svo í Blómaval til að versla tómatafræ...ætlum að setja fræ í pott á laugardaginn og setja í gluggana í stofunni...fyrir þá sem ekki vita þá eru tómataplöntur hinar bestu flugnafælur...flugunum finnst svooo vond lykt af þeim að þær bara hafa ekki áhuga á að koma nálægt þeim...við prófuðum þetta fyrir tveimur árum og ég held að það hafi kannski komið ein fluga inn!!!

Og fyrst við vorum nú í Blómavali létum við eitt búnt af túlipönum fljóta með, komum svo við í Fossvogskirkjugarði og skildum tvo túlípana eftir á leiðinu hjá ömmu Boggu.
Luktin hennar lítur ekki svo vel út, afi fékk bréf um daginn þar sem honum var tilkynnt að skemmdir hafi verið unnar á leiðinu hennar ömmu og að skemmdarvargarnir hafi verið tveir ungir drengir. Sem betur fer var komið að þeim og löggan kölluð til og hún lét þá laga eins vel til eftir sig og unnt var og fór svo með þá heim til þeirra og lét foreldrana vita!! Þannig að nú er bara að láta laga luktina!! Og vonandi hafa þessir drengir lært eitthvað af þessu!!

Já svona er lífið hér á bæ þegar verkefnavinnu er lokið, sólin er hátt á lofti og dagarnir orðnir langir og bjartir...ohhhh hvað ég hlakka til sumarsins!!!!

þriðjudagur, maí 03, 2005

Jibbý-jey....

...var að senda inn síðasta verkefnið í skólanum...nú er bara sumarfrí þar til í lok ágúst.....NICE!!!! Enginn smá munur þegar það eru ekki próf...mér finnst nú reyndar að það eigi bara að sleppa þeim þegar maður er í svona námi, það eiga bara að vera verkefni, þau skilja meira eftir sig!! En alla vega...þá er ég búin með 2. ár!!

Ég hef nú minnst á það áður en tíminn gjörsamlega flýgur áfram....fann það svo vel í dag því Greta á Ítalíu á afmæli í dag...11 ára gömul!! Pæliði í því, hún var bara 18 daga þegar ég fór fyrst til Ítalíu að passa hana....mér finnst ekki eins og það sé svona langt síðan...en það er það nú víst!!!

Talandi um skóla og Ítalíu....ég er alveg ákveðin í því að þegar ég er búin með námið sem ég er í núna ætla ég að fara og klára ítölskuna. Það er búið að bæta við svo nú held ég að það sé hægt að ná sér í BA-próf í ítölsku....alla vega eru fleiri einingar í boði núna en þegar ég var svo ég er ákveðin í þessu.....svona er ég nú reyndar alltaf þegar ég er að gera eitthvað vil ég helst vera að gera eitthvað annað.....hehehe...þegar ég er að vinna vildi ég vera í skóla, þegar ég á að vera að læra vil ég helst vera að glápa á sjónvarpið eða gera eitthvað annað!!! Hvað er þetta með mann??

Loforð er loforð

Sumar konur fá einhver auka-húsmóðurs-hormón þegar þær verða ófrískar og byrja að prjóna, baka, strauja og svona. Þegar ég var ófrísk prjónaði ég ekki neitt af því að mamma mín er svo hrikalega klár að prjóna og fljót að því og því auðveldara að láta hana bara um það...en um daginn spurði dóttir mín mig hvort ég kynni að prjóna og ég játti því (enda kann ég það alveg) og þá bað hún mig svo fallega um að prjóna á sig peysu þegar ég væri búin í skólanum!!! Huhumm....ég hélt það nú....svo ég notaði tækifærið á meðan mamma var í bænum núna um helgina og við fórum í Hagkaup, versluðum garn og prjóna og haldiði ekki að mín sé bara búin með búkinn...upp að ermum....aðra ermina og hálfnuð með hina!!!!! Já já þetta er bara einlitt og slétt....en það er sama!! OG...þegar ég var bara búin að fitja upp heyrðist í minni: Vá mamma þú ert bara strax komin með eina línu og þú varst bara að byrja! Já þau eru yndisleg blessuð börnin!!!