föstudagur, maí 06, 2005

Vorfílingurinn!!!

Ísskápurinn þrifinn...

Mikið er gott að fá svona frídag...og nýta hann svona líka vel :) reyndar byrjuðum við mæðgur á vorhreingerningunni seinni partinn í gær þegar við tókum ísskápinn í gegn...ég er búin að vera á leiðinni að þrífa hann í margar vikur...en einhvern veginn hefur það alltaf dregist. Ég notaði sem sagt tækifærið á meðan hann var tómur og þreif hann hátt og lágt...fór svo í dag og verslaði í hann svo hann er ekki lengur eins og þrotabú!!

Dóta-yfirferð, blaðagámur og fatahrúgur!!

Við fórum líka í gegnum "litla-barna-dótið" hennar Grétu og settum fullt af því í poka og fórum með til fyrrverandi samstarfskonu minnar en hún er að gerast dagmamma og þáði með þökkum þetta dót...mér til mikillar ánægju!! Síðan var brunað í blaðagáminn með tvo yfirfulla poka...já maður er sko í vorfíling!!! Fullur poki af barnafötum og skóm er líka á leiðinni eitthvað annað!! Næst er að fara í gegnum MINN fataskáp..huhumm!!!!!

Flugnafæla...

Við mæðgur skelltum okkur svo í Blómaval til að versla tómatafræ...ætlum að setja fræ í pott á laugardaginn og setja í gluggana í stofunni...fyrir þá sem ekki vita þá eru tómataplöntur hinar bestu flugnafælur...flugunum finnst svooo vond lykt af þeim að þær bara hafa ekki áhuga á að koma nálægt þeim...við prófuðum þetta fyrir tveimur árum og ég held að það hafi kannski komið ein fluga inn!!!

Og fyrst við vorum nú í Blómavali létum við eitt búnt af túlipönum fljóta með, komum svo við í Fossvogskirkjugarði og skildum tvo túlípana eftir á leiðinu hjá ömmu Boggu.
Luktin hennar lítur ekki svo vel út, afi fékk bréf um daginn þar sem honum var tilkynnt að skemmdir hafi verið unnar á leiðinu hennar ömmu og að skemmdarvargarnir hafi verið tveir ungir drengir. Sem betur fer var komið að þeim og löggan kölluð til og hún lét þá laga eins vel til eftir sig og unnt var og fór svo með þá heim til þeirra og lét foreldrana vita!! Þannig að nú er bara að láta laga luktina!! Og vonandi hafa þessir drengir lært eitthvað af þessu!!

Já svona er lífið hér á bæ þegar verkefnavinnu er lokið, sólin er hátt á lofti og dagarnir orðnir langir og bjartir...ohhhh hvað ég hlakka til sumarsins!!!!

1 Comments:

At 10:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það eru nokkrir hlutir sem ég fæ engan veginn skilið og það er af hverju ungir krakkar finna sig knúin til að skemma leiði látins fólks, meiða dýr og stríða fötluðum og þroskaheftum. Ég verð svo reið þegar ég sé eða heyri um svona hluti - finnst þetta algjörlega óskiljanleg hegðun. Beta

 

Skrifa ummæli

<< Home