Einkunnir....
...ótrúlegt hvað þessar tölur, einkunnirnar, geta haft mikil áhrif á mann....við vorum tvær sem unnum verkefni saman um daginn, eyddum engum tíma í það (ég notaði meira að segja gamlar glósur frá því ég var í HÍ...úppss) opnuðum ekki bókina eða neitt...kennslan var heldur engin, engin samskipti við kennarann sem notaði ekki einu sinni svæðið okkar og því ekki einu sinni staður fyrir okkur fjarnema til að ræða saman um verkefnið!!! Þetta var reyndar bara sjálfsnám (og ekkert að því svo sem) sem skilur akkúrat ekkert eftir sig (eitthvað að því hins vegar!!)...kúrs sem þyrfti að endurskoða....en alla vega....við fengum 7,5 og vorum ekki sáttar :( Sérstaklega þar sem að í innilotunni vorum við látin lesa ljóð, segja sögur og lesa upp úr bókmenntaverki á mettíma og gagnrýnin var sú að þetta væri og hratt lesið (en samt vorum við beðin um að lesa bara örlítið og ítrekað að knappur tími væri og allir þyrftu að fá að lesa....)
Þar sem pabbi minn hefur nú kosið að búa hjá mér þarf hann að hlusta á mig rausa um hina og þessa kúrsa/kennara, og var honum öllum lokið þegar ég svo var ósátt við 7,5 í fagi sem skildi ekkert eftir sig, var engin kennsla í og verkefnið fyrir neðan allar hellur!!! Hann sagði nú afar yfirvegað : Íris mín, venjulegt fólk yrði nú bara sátt við þessa einkunn, miðað við lýsinguna á kennslunni, en ekki þú"
Hvað meinar hann? Er ég ekki venjulegt fólk?? Nei sjálfsagt ekki....en þá spyr ég nú bara hver er það???
1 Comments:
Nei Íris mín, þú ert ekki "venjulegt fólk". Þú ert einstök manneskja !!
Skrifa ummæli
<< Home