laugardagur, maí 14, 2005

Barn að eilífu...

... eftir Sigmund Erni er bók sem mér finnst að allir ættu að lesa. Miklar umræður hafa verið um bókina, hvort hún hefði nokkurn tímann átt að koma út, hvort hún sé brot á friðhelgi einkalífs stelpunnar sem hún fjallar um og hvort hún ali á neikvæðum og fordómafullum sjónarmiðum í garð fatlaðra.

Í bókinni er faðir að lýsa sinni reynslu og upplifun af því að eignast fatlað barn og hann lýsir öllu því sem fylgir í kjölfarið. Hann er opinn og hreinskilinn og er ekkert að skafa utan af hlutunum, þótt hann skreyti kannski lýsingarnar örlítið.
Bókin hafði þau áhrif á mig að ég fór að sjá betur þá fordóma sem ríkja í okkar samfélagi gagnvart þeim sem eru "öðruvísi". Barnið í bókinni átti við fötlun að stríða, en fötlunin var ekki sýnileg strax, heldur var hún innra með barninu. Faðirinn segir á einum stað í bókinni að hann hafi verið farinn að öfunda foreldra barna með Downs því fötlun þeirra er sýnileg. Þegar hann var að lýsa því hvernig fólk horfði á þau þegar þau voru í búð fór ég að hugsa til þess að stundum þegar barn lætur öllum illum látum í búð sér maður að fólk glápir á foreldrana eða barnið og hugsar eflaust með sér hversu barnið er óþekkt eða mamman léleg mamma....án þess að hafa eina einustu hugmynd um aðstæður. Ég lærði heilan helling af því að lesa þessa bók og hún er alltaf ofarlega í huga mér.

Í gær fór ég í klippingu og sá þá Mannlíf með viðtali við móður stelpunnar. Hún er mjög ósatt við útgáfu bókarinnar og telur að faðirinn sé að niðurlægja og gera lítið úr dóttur þeirra. Ég get vel skilið margt af því sem hún telur upp en það sem mér finnst samt standa upp úr er að þessi bók opnar augu margra og þarna kynnist fólk því frá fyrstu hendi hvernig það er að þvælast á milli lækna, stofnana og annarra í leit að greiningu og lækningu fyrir barnið sitt.
Þarna stangast tvö sjónarmið á og afar erfitt að taka afstöðu með öðru þeirra!

Ég mæli hiklaust með þessari bók og dæmi svo hver fyrir sig!!!

Framhaldssagan "'Ólán Herdísar" :)

Hehehe....ég verð bara að halda aðeins áfram að segja ykkur frá Herdísi vinkonu minni og hennar óláni....heheheh....ég var nú byrjuð að segja frá því hér og nú kemur viðbót...Herdís er afar sérstök manneskja og ekkert nema gott um hana að segja, hún tekur sjálfa sig mátulega alvarlega og gerir góðlátlegt grín að sér (og öðrum) þegar það á við...allavega....þá var Herdís með barnatönn...sem aldrei hafði dottið úr, hún fór til tannsa og hann setti teina í hana og seinna var gerð aðgerð....og í eitt af þeim skiptum sem Herdís þurfti að skreppa til tannsa varð hún fyrir því óláni þar sem hún sat í tannlæknastólnum að það var bakkað á bílinn hennar....nokkurt tjón varð en ekki þannig að bíllinn væri óökufær....en samt nóg....!!!!!

Hér eftir verða vikulegir pistlar um Ólán Herdísar..heheheh!!! Þakkið ykkar sæla fyrir það lán sem ykkur fylgir....híhíhí..


1 Comments:

At 9:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það var nú samt lán í óláni vegna þess að Siggi (það er kallinn)getur ekki keyrt neitt nema sjálfskiptan svo að mér til mikillar gleði var verslaður annar bíll SJÁLFSKIPTUR laus við drusluna,maður.Annars hefur bara verið nokkuð rólegt undanfarið enda alveg kominn tími á það. 7,9,13

 

Skrifa ummæli

<< Home