miðvikudagur, maí 11, 2005

Bland í poka...

Jæja...hvað segið þið þá?? Veðrið er aldeilis skemmtilegt þessa dagana svo ég byrji nú bara á því að afgreiða það mál....hvað á þetta að þýða?? Sól í Stóragerðinu þegar við mæðgur fórum að heiman í morgun, blyndbilur nánast hjá BSÍ, haglél rétt fyrir hádegi og bongóblíða seinni partinn...!!!

Gjörningur...

Undanfarna daga hef ég verið að velta fyrir mér hvað maður er nú undarlegur, maður burðast með tilfinningar og skoðanir, hugsanir og pælingar daginn út og daginn inn og finnst maður oft vera sá eini í heiminum sem líður akkúrat svona.....en svo gerist eitthvað og maður áttar sig á því að maður er ekki einn í heiminum....ég var að gera gjörning í skólanum og þar sem ég er í fjarnámi eru samnemendur mínir vítt og dreift um landið og heiminn reyndar og kl.14.00 s.l. fimmtudag fórum við sem sagt öll undir beran himinn, hver á sínum stað í heiminum og fórum með eina setningu hvert...einhverja setningu um ákveðið efni sem við völdum okkur í byrjun annar....yrðing sem börn sögðu um ákveðið fyrirbæri tilverunnar að því fjarstöddu. Hljómar flókið en samt.....fyndið að standa einn úti og segja einhverja setningu sem virðist algerlega út í hött...út í loftið...en það skemmtilega við þetta var að maður vissi af fólki í Danmörku og Svíþjóð, Reykjavík og Selfossi og fleiri stöðum sem voru að gera nákvæmlega það sama.....lítill heimur ha??

Tónlist...

...merkilegt hvað tónlist hefur undarleg áhrif á mann!!! Ég er oft að velta því fyrir mér hvað tónlist er frábært fyrirbæri...og hvað hún hefur undarlega áhrif á mann....maður er kannski bara sæll og glaður og heyrir eitthvað lag sem manni finnst fallegt og allt í einu liggur manni við gráti, hárin rísa og fiðringur hríslast um mann!!
Svo er maður kannski niðurdreginn og heyrir þá gamalt Wham-lag eða Duran Duran og þá lifnar nú heldur betur yfir manni....nei ég segi svona......en ætla einhverjir á Duran Duran tónleikana fyrst ég minntist nú á það góða band??????
Mig langar geggjað mikið....stefni stíft að því að fara...hehehehe... var nú reyndar Wham-ari en glætan að þeir komi saman og spili fyrir okkur.....NOT.....
Ég er mikið fyrir fallega tónlist og Josh Groban er í miklu uppáhaldi...ég fæ hreinlega alltaf tár í augun þegar ég heyri sum lög með honum...myndi vilja setja diskinn í....spila svo geðveikt hátt...en græjurnar mínar eru ekki það öflugar að það myndi skila sér.....best að fara að athuga með það mál!!!

Íþróttir...

...jæja það birti nú aðeins til hjá mínum liðum...Chelsea að standa sig...Raikkonen líka...og svo fer íslenski fótboltinn að fara af stað.....ÍBV er reyndar spáð falli heyrðist mér en Bjarni frændi á nú eftir að fá að sýna sig og sanna....hehehehehe!!!!!
Við sjáum hvað setur!!!!

Utanlandsferð í sumar....

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að tilgreina hvert ég er að fara í sumar...heheheh....ætlaði að reyna að draga það en.....ég, Gréta og Óli bróðir erum semsagt að fara á Lanzarote...sem er nýjasti staðurinn hjá Sumarferðum....þar ætlum við að liggja í 2 heilar vikur, sleikja sólina, borða góðan mat, láta stjana við okkur á 5 stjörnu hóteli og SLAPPA AF.....mmmmm...hvað segið þið um það??
Ég get varla beðið...en hlakka samt til að vera búin að eiga gott sumar á Íslandi....förum sko 2.ágúst (þriðjudagur eftir Þjóðhátíð.....Óla bróður til mikillar skelfingar!!!) og komum heim 16.ágúst......gleði gleði!!!!

1 Comments:

At 9:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ frænka:) ég varð bara að láta þig vita að nú er ég komin með 100% svar frá Ítalíu og ég fer s.s 2. sept. og kem heim um 5. júlí:)þarf reyndar að fara í bólusetningu gegn lifrabólgu B, 3 sprautur! en það er ekkert mál;) Nú er bara meiri bið og svo vonadni kemur eitthvað meira í ljós sem fyrst:) en nú er bara að læra eitthvað í ítölskunni og svoleiðis:) Fæ þig kannski til að lesa bréf og svoleiðis:) Bið að heilsa í kotið:)

 

Skrifa ummæli

<< Home