þriðjudagur, maí 03, 2005

Jibbý-jey....

...var að senda inn síðasta verkefnið í skólanum...nú er bara sumarfrí þar til í lok ágúst.....NICE!!!! Enginn smá munur þegar það eru ekki próf...mér finnst nú reyndar að það eigi bara að sleppa þeim þegar maður er í svona námi, það eiga bara að vera verkefni, þau skilja meira eftir sig!! En alla vega...þá er ég búin með 2. ár!!

Ég hef nú minnst á það áður en tíminn gjörsamlega flýgur áfram....fann það svo vel í dag því Greta á Ítalíu á afmæli í dag...11 ára gömul!! Pæliði í því, hún var bara 18 daga þegar ég fór fyrst til Ítalíu að passa hana....mér finnst ekki eins og það sé svona langt síðan...en það er það nú víst!!!

Talandi um skóla og Ítalíu....ég er alveg ákveðin í því að þegar ég er búin með námið sem ég er í núna ætla ég að fara og klára ítölskuna. Það er búið að bæta við svo nú held ég að það sé hægt að ná sér í BA-próf í ítölsku....alla vega eru fleiri einingar í boði núna en þegar ég var svo ég er ákveðin í þessu.....svona er ég nú reyndar alltaf þegar ég er að gera eitthvað vil ég helst vera að gera eitthvað annað.....hehehe...þegar ég er að vinna vildi ég vera í skóla, þegar ég á að vera að læra vil ég helst vera að glápa á sjónvarpið eða gera eitthvað annað!!! Hvað er þetta með mann??

Loforð er loforð

Sumar konur fá einhver auka-húsmóðurs-hormón þegar þær verða ófrískar og byrja að prjóna, baka, strauja og svona. Þegar ég var ófrísk prjónaði ég ekki neitt af því að mamma mín er svo hrikalega klár að prjóna og fljót að því og því auðveldara að láta hana bara um það...en um daginn spurði dóttir mín mig hvort ég kynni að prjóna og ég játti því (enda kann ég það alveg) og þá bað hún mig svo fallega um að prjóna á sig peysu þegar ég væri búin í skólanum!!! Huhumm....ég hélt það nú....svo ég notaði tækifærið á meðan mamma var í bænum núna um helgina og við fórum í Hagkaup, versluðum garn og prjóna og haldiði ekki að mín sé bara búin með búkinn...upp að ermum....aðra ermina og hálfnuð með hina!!!!! Já já þetta er bara einlitt og slétt....en það er sama!! OG...þegar ég var bara búin að fitja upp heyrðist í minni: Vá mamma þú ert bara strax komin með eina línu og þú varst bara að byrja! Já þau eru yndisleg blessuð börnin!!!

1 Comments:

At 7:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

*andvarp* Það er nokkuð ljóst að þessi auka-húsmóður-hormón fylgja ekki með óléttupakkanum mínum... Í það minnsta er ég alveg vonlaus með prjónana og sé ekki fram á miklar breytingar hvað það varðar næsta hálfa árið ;)

En það var nú ekki það sem ég ætlaði að segja.. mig langaði að spyrja hvað þú ert að læra?

Kv. Beta

 

Skrifa ummæli

<< Home