laugardagur, maí 21, 2005

Lífið og tilveran!!

Eins og spaugstofumenn sögðu hér um árið...."Tilveran er ekkert nema endalaust rugl....ósynd með sundfit og kút...lífið minnir töluvert á truflaðan fugl...með flösku og drekkur af stút....í gámi inn við Sundahöfn er gæfa mín geymd...ég get ekki leyst hana út.....osfrv......"

Ég hef einmitt verið að velta lífi mínu og tilveru töluvert fyrir mér þessa dagana eða síðan Gallup hringdi um daginn og bar upp allskyns skemmtilegar spurningar sem ég svaraði með ánægju...hehehe...en þeirra á meðal voru þessar spurningar "Ertu ánægð með líf þitt?" "Ef þú gætir lifað upp á nýtt myndir þú þá breyta einhverju?"

Úff....nei ég held bara ekki... en... ef maður veltir þessari spurningu of lengi fyrir sér þá vefst svarið kannski aðeins fyrir manni.....fyrst myndi ég vilja fá svör við öðrum spurningum...
  • Er líf eftir þetta líf?
  • Endurfæðist ég?
  • Hvað bíður mín annarsstaðar?
  • Er lífi mínu og tilveru stjórnað af æðri máttum??

Þegar ég lít til baka þá er ég bara nokkuð sátt við mitt líf. Ég var í góðum félagsskap þegar ég var barn/unglingur, bjó á lifandi og skemmtilegum stað, æfði handbolta og fótbolta, prófaði badminton en ákvað svo að það væri nóg að Biggi frændi væri í því sporti :) ég var í kór, prófaði skátana...reyndar ekki lengi né af fullri alvöru....varð stúdent, fór til Ítalíu sem au-pair, eignaðist kærasta (sem ég á reyndar ekki lengur), átti barn, fór í meira nám og svo í annað nám!!

Tilgangurinn með þessum pælingum er að sjá hvað ég hef verið heppin í mínu lífi...og þakka fyrir það...eins og ég þakka fyrir það að það skuli ALLTAF vera LENS þegar ég fer með Herjólfi :)

Ó já án gríns....það eru litlu hlutirnir í lífinu sem maður gleymir stundum að þakka fyrir og hér með geri ég það.....takk fyrir mig ....hver sem stjórnar mínu lífi og minni tilveru!!!

1 Comments:

At 3:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mjög góð sýn á lífið Íris mín. Maður þakkar ekki nógu oft fyrir það sem maður hefur. Að hafa átt góða að í gegnum lífið er ómetanlegt. Yndislegt að eiga manninn sinn, börnin sín, ættingja og vini:-)
Er hægt að biðja um meira?!
Njóttu lífsins og allt sem það hefur upp á að bjóða mín kæra vinkona :-D
Þín Dóra Hanna

 

Skrifa ummæli

<< Home