föstudagur, maí 13, 2005

Nammi....

...getur verið skaðlegt...það vitum við öll...ef maður borðar mikið nammi fitnar maður, verður ógeðslegur að innan, fær niðurgang, fær Karíus og Baktus og ég veit ekki hvað og hvað...eeeeennnn...
...sáuð þið fréttina í Fréttablaðinu í fyrradag...ég fékk algert hláturskast...þannig var mál með vexti að ferðalangur sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar bíður nú dóms eftir að hafa komið með 30 kíló af sælgæti til landsins!!! Sælgætið keypti hann um borð en einungis er leyfilegt að hafa með sér 3 kíló!! Maðurinn bauðst til að borga toll af namminu en því var hafnað, nammið gert upptækt og maðurinn fékk 7500 kr. sekt sem hann ætlar ekki að una, þar sem hann telur að vitlaust hafi verið vigtað.
Dómur fellur í málinu 30.maí...ég bíð spennt eftir að vita hvernig fer!!!! Ætli hann sé ekki bara í farbanni á kostnað ríkisins!!!!

Ólan, óheppni, seinheppni og hvað þetta nú heitir allt....

Ég bara verð að tjá mig um seinheppni Herdísar samstarfskonu minnar.....heheheheh....það er ekki nokkru lagi líkt og er í raun hætt að vera fyndið...enda lyginni líkast. Fyrir 2 árum giftu þau sig, hún og maðurinn hennar, hjá dómara....og svo um daginn voru þau í einhverju bankastússi og koma þá bara í ljós að þau eru hvergi skráð gift!!!! Bara búin að vera gift í 2 ár, selja og kaupa íbúð og alles....en bara ekki sem gift....eitthvað fyrirfarist hjá sýsla....
...ekki nóg með það...heldur fellur maðurinn hennnar úr töluverðri hæð niður á steinsteypt gólf og hælbrotnar á báðum fótum ...bara hjólastóll, endurhæfing og allur pakkinn í 2-3 mánuði...þau ákveða því að fá sér lazy-boy, fara í ákveðna húsgagnaverslun og velja stól, biðja um tvo sendibílstjóra til að flytja stólinn upp á 3ju hæð í lyftulausu húsi þar sem maðurinn kemst hvorki e né me....en viti menn...einn flutningamaður kemur, Herdís drattast með stólinn upp með manninum...og hvað svo???? Vitlaus stóll...takk fyrir!!! Aftur kemur bara einn bílstjóri til að sækja stólinn og koma með réttan stól!!!
Jæja....sagan er nú ekki öll......Herdís ætlaði að vera svo sæt við slasaða manninn sinn og gefa honum (þeim) gasgrill í afmælisgjöf og er búin að vera að reyna að koma því við í 2 vikur...lét loksins verða af því í gær að panta og borga grillið og láta svo senda það heim í dag....og viti menn....birtist ekki tengdapabbi hennar öllum að óvörum með GASGRILL...svo nú eiga þau tvö!!!! Svona mætti lengi telja......en finnst ykkur þetta hægt? Að heppninni, lukkunni og láninu sé svona misskipt.....það geta ekki allir haft heppnina með sér...híhíhí.....en þinn tími mun koma Herdís mín...vittu til...þú átt eftir að vaða í lukku og hefur ekkert nema skemmtilegar sögur að segja barnabörnunum þínum.....!!!!!





1 Comments:

At 11:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða,hvaða einhver verður að vera í þessari deild, þú sérð um að vera þessi ofvirka og ég sé um að skemmta öðrum með óförum mínum.Vitið þið hvursu ovirk stúlkan er í alvöru, þegar við erum öll að lognast út af annað hvort af sælgætisáti eða almennri leti..... þá ,þá fer hún í útileiki og eitthvað þaðan af verra.Þú ert bara nice.Kveðja Herdís seinheppna.

 

Skrifa ummæli

<< Home