sunnudagur, júní 29, 2008

Náttúru-tónleikar

Ég er ekki að fara á goslokahátíðina og ekki á Þjóðhátíð svo ég held ég hafi misst réttinn á að segjast vera eyjamaður, held ég afsali mér honum hvort eð er þar sem ég hef búið lengur í Reykjavík en í Eyjum og er þar afleiðandi bara orðinn reykvíkingur. Kórónaði það með því að fara á tónleika Bjarkar og Sigur Rósar í gær. Fannst hálf-hallærislegt að hafa þessa tónleika í bakgarðinum og fara ekki auk þess sem margir erlendir vinir mínir eru hrifnir af þessum tónlistarmönnum og því fannst mér ég verða að fara, þeirra vegna, og gera þau græn af öfund..muahhhhh. Ég hef aldrei verið hrifin af Sigur Rós en í gær fannst hún meiriháttar, það er ótrúlegt að sjá hvað þeir gera við hljóðfærin, hvernig þeir spila á þau á óhefðbundinn hátt og Gréta er enn með eitt lagið þeirra á heilanum. Ég held svei mér þá að ég verði að hlusta betur á þessa hljómsveit!!
Björk var líka góð, hef aldrei séð hana á tónleikum og hún var ótrúlega litrík og frábærir tónlistarmenn með henni og gaman að hafa þessi blásturshljóðfæri, gera ótrúlega mikið.

Ég rölti oft um svæðið þar sem tónleikarnir voru og þegar ég vissi að þessir Náttúru tónleikar ættu að vera á þessu svæði runnu á mig tvær grímur, er þetta ekki svolítil andstæða, að vera með tónleika til að minna á hvað náttúra Íslands er dýrmæt en á sama tíma standa, sitja, liggja 30-40 þúsund manns á fallegu grænu svæði og henda rusli út um allt, skilja stóla og annað eftir auk þess sem margir komu á bílum og leggja þeim UPP á grasið og fara svo á NÁTTÚRU tónleika...hummm?????
Mér finnst það allavega svolítið hallærislegt og þrátt fyrir að þvottalaugarnar hafi verið afgirtar þá var ekki fallegt að sjá myndir af svæðinu í fréttunum kl.12.
Ég veit vel að það er enginn skaði skeður, grasið verður jafngott og áður en samt...finnst mér þetta stangast svolítið á. Ég meina oft hefur grasið í dalnum verið hræðilegt á mánudagsmorgni eftir þjóðhátíð og maður hélt að það myndi aldrei ná sér en svo var það hrikalega grænt vorið eftir!!
En myndirnar úr kvikmyndinni Draumalandið voru ótrúlegar og það er hræðilegt að sjá hvernig ráðamenn og konur vilja fara með landið okkar, það hlýtur að vera önnur leið en að fórna náttúruperlum!!!
Held að ráðamenn/konur ættu að staldra aðeins við og spyrja sig hvort þau vilji virkilega að þeirra verði minnst sem þeirra sem gerðu Ísland að Állandi?????

laugardagur, júní 21, 2008

GRÉTAN MÍN 8 ÁRA

Þann 21.júní 2000 kl.16:15 fæddist þessi frábæra stelpa sem er hér á myndunum.
Hún er ótrúlegur karakter eins og myndirnar bera með sér. Frá því hún fæddist hefur hún verið mikill gleðigjafi, Grétan mín er ótrúlega skemmtileg og fyndin stelpa, henni datt og dettur enn margt sniðugt í hug og hún er afskaplega klár og dugleg stelpa.

Hún var snemma mikil mömmustelpa og er enn. Hún var mjög ung þegar hún fór að gera mannamun og var meira segja talað um það þegar hún byrjaði á leikskóla, bara 14 mánaða gömul. Þá strax gerði hún upp á milli fólks. Hún hreinlega leit framhjá fólki sem henni féll ekki við og þetta ágerðist þegar hún varð eldri og enn í dag er hún svona. Kostur eða galli???
Gréta er oftast nær hjálpsöm og dugleg að gera það sem hún er beðin um...nema kannski að taka til í herberginu sínu!!! Undarlegt hvað börn eru viljug til að vaska upp, taka til, sópa og ryksuga þegar þau eru of ung til að gera þessa hluti en þegar þau svo hafa getu til þess nenna þau því ekki nema fá borgað fyrir!!!!!
Í dag er aðalsportið hjá henni að fara hjólandi út í búð og í hvert sinn sem ég segist ekki eiga eitthvað býðst hún til að skjótast í búðina og kaupa það!!!!!
Gréta er mjög dugleg að skrifa og var bara 3ja ára þegar hún las fyrsta orðið sitt. Það var í Krónunni í Vestmannaeyjum og hún leit upp og svo heyrði ég bara o s t u r...ostur!!! Þegar við svo komum heim til mömmu náði hún í matreiðslubók og las 1 p e l i r j ó m i og a s p a s!!!!!
Síðan þá hefur hún verið óþreytandi við að lesa og skrifa og gerir það með stakri prýði. Hún er farin að lesa "unglingabækur" sem eru alltað 200 bls!!!
Hún hefur líka skrifað mér heilan helling af bréfum og miðum sem ég geymi í náttborðsskúffunni minni!!! Fallegri bréf hef ég aldrei fengið en frá henni dóttur minni!

Þegar hún var lítil var ég mjög dugleg að leika við hana og fékk hún oftast að ráða öllu. Þegar hún varð svo eldri velti ég því fyrir mér hvort ég hefði gert rétt með því að vera svona mikið með henni og leika svona mikið við hana því í dag þá hreyfi ég mig varla innandyra né utan án þess að hún sé á eftir mér. Hún þarf alltaf að vita hvar ég er og hvert ég fer, jafnvel þegar ég fer á wc!!!! Þá á hún það til að vera svolítið stjórnsöm og vill stundum ekki vera með ef það er ekki farið eftir því sem hún vill....er það mér að kenna eða er hún bara svona karakter????
Jah maður spyr sig!!

Ég er svo fegin að Gréta var aldrei með snuð og aldrei með pela heldur. Hún var á brjósti þar til hún var rúmlega 11 mánaða og svo drakk hún bara úr glasi. Hún var heldur aldrei með eitthvað eitt dót sem hún þurfti alltaf að vera með nema þegar hún var 3ja ára fékk hún dúkku frá Dóru frænku sinni og hennar fjölskyldu og dúkkan fékk heitið Bleika dúkkan. Sú dúkka hefur farið til Vestmannaeyja, Ítalíu, Lanzarote, Mallorca og Tenerife auk þess að hafa ferðast um Ísland. Gréta var samt aldrei neitt ómöguleg þótt dúkkan væri ekki alltaf til staðar.

Við höfum eytt mörgum stundum með mömmu minni og pabba og eru Gréta og amma P miklar vinkonur og í mörg ár hafa þær verið í "systuleik" og er hann enn í fullu fjöri. Pabbi flutti til okkar þegar Gréta var bara 4 ára og hefur verið nálægt okkur síðan og hann og Gréta hafa farið margar gönguferðirnar og enn fleiri fjöruferðir. Gréta hefur án nokkurs vafa athyglisgáfuna frá afa sínum. Hann hefur lesið fyrir hana Sálminn um blómið og þau hafa líka hlustað saman á sömu sögu á geisladisk og hún getur vitnað í ákveðin atriði og gerir það þegar henni dettur það í hug.

Gréta er alger engill, hún hefur alltaf verið ótrúlega þægilegt barn og sl. 3 ár höfum við farið með Óla bróður í 2ja vikna ferðir á sólarströnd og það er mjög þægilegt að ferðast með Grétu. Þá hefur hún farið með mér í lengri og styttri ferðir sl. 2 sumur þar sem við vorum með ítali og hún var svo stillt og góð og dugleg allan tímann. Enda elska ítalarnir hana út af lífinu og vonast til að verða svona heppin með barn þegar þau eignast sjálf börn!!!

Gréta hefur alltaf verið frekar fyndin og sett upp marga ótrúlega fyndna svipi. Hún er aldrei jafn lík pabba sínum og þegar hún grettir sig!!!!

Sl. ár hefur Gréta verið að breytast heilan helling, hún er auðvitað að þroskast og fá meira sjálfstæði og frumkvæði...aðeins og mikið á köflum!!!!
Fatasmekkurinn er líka að breytast og eru gallabuxur allra mest inn og helst bolir og klútur. Hún hefur alltaf átt alltof mikið af fötum og er það mest Óla bróður og ömmu Þórey að kenna og jafnframt er það þeim að kenna/þakka hvað Gréta er farin að spá mikið í föt og hvernig hún lítur út í hinum og þessum fötum. Ég er um það bil að missa völdin og það styttist í að ég missi fötin mín líka!!!!!
Þá er hún líka mjög upptekin af hárinu á sér núna...hvaðan skyldi það koma...hummmm?????

Það hefur alltaf verið mikið líf og fjör í kringum Grétu og erum við, foreldrar hennar, frekar miklir spaugarar og því hefur alltaf verið mikið um grín og glens í kringum hana. Amma P, Diddi og Óli eru líka miklir spaugarar og Diddi er alltaf að pína hana og atast en Óli meira að grínast. Pabbi hennar og Jón Bjarni bróðir hennar er líka mjög miklir spaugarar og afi Sigþór segir lygasögur hægri-vinstri. Þannig að það er ekki nema von að það leynist spaugari í barninu mínu!!
Hún man ótrúlega margt og þar á meðal brandara sem henni þykir gaman að segja. Hún getur nefnilega verið ótrúlega fyndin!!


Hún er líka ótrúleg með það að finna sér alltaf undarlega staði til að dvelja á og hugsa og íhuga. Þegar pabbi bjó í Garðabæ var hún alltaf inni í skáp í forstofunni og núna er það fataskápurinn í herberginu hans. Hérna heima er lítið skot í fataskápnum í herberginu hennar og ég mátti ekki setja neitt þar inn þegar við fluttum og þar var hún alltaf þegar hún talaði í símann!!!!!




Gréta er mikill karakter, hún er ljúf sem lamb en getur líka verið gasalega þrjósk og mikill besservisser. Hún er samt oftast blíð og góð og það er ofsalega gott að vera nálægt henni. Hún er nautnaseggur og þykir afskaplega gott að láta gera gott við bakið og láta lesa fyrir sig áður en hún fer að sofa. Hún er mikil kelirófa og kemur oft til mín bara til að knúsa mig, kyssa og faðma og segja mér að hún elski mig. Ég get ekki annað en þakkað þeim sem öllu ræður að hafa gefið mér svona dásamlega gjöf og ég reyni allt hvað ég get að vera henni góð móðir.
ELSKU ELSKU GRÉTAN MÍN, TIL HAMINGJU MEÐ 8 ÁRA AFMÆLIÐ ÞITT.
ÉG ELSKA ÞIG MILLJÓN, TRILLJÓN, BILLJÓN ENDALAUST!!!!!!
ÉG ER HEPPNASTA MAMMA Í HEIMI AÐ EIGA ÞIG FYRIR DÓTTUR!!!

miðvikudagur, júní 18, 2008

Sittlítið af hverju

  • Gréta komin heim frá eyjum eftir vikudvöl, gerði okkur báðum mjög gott. Mamma kom með henni og verður hér uppi hjá pabba í sumar að passa Grétu og eyða tíma með okkur. Gaman saman í sumar!!
  • Fór með Herdísi og Ingunni í bíó að sjá Sex and the city-frábær skemmtun og bara sæt mynd...ef maður er aðdáandi.
  • Bíð enn eftir að vita hvort ég fæ styrk frá Félagi Leikskólakennara vegna ferðarinnar til Michigan, eitthvað klúður hjá þeim þarna í félaginu!!
  • Íþróttavikan og sumarhátíðin í vinnunni er búin og allt tókst einstaklega vel.
  • Ítalía komin í 8 liða úrslit á EM...jabadabadú.........
  • Vinkonuafmæli Grétu Daggar á morgun, 19.júní og svo fjölskylduafmæli á afmælisdaginn hennar, laugardaginn 21. júní
  • Er að verða búin með Yacoubian-byggingin og þegar komin með tvær aðrar bækur á náttborðið...spennó spennó.....
  • Ég, Gréta og Óli erum að hugsa um að sleppa sólarlandarferð þetta árið og fara í viku til Köben, í Tívolí, dýragarðinn, H&M og eitthvað chilllllllll...........
  • Búin að borða allsstaðar annarsstaðar en heima hjá mér þann tíma sem Gréta var að heiman, þakka þeim sem sáu til þess!!
  • Hjólaði heiman frá mér, upp Kringlumýrarbrautina, Fossvoginn, Nauthólsvíkina, meðfram flugvellinum, Ægisíðuna, Seltjarnarnesið, út í Gróttu, Grandann, gegnum miðbæinn, Sæbrautina, Laugarnesið og heim!!!!!!!!!!! Með i-podinn í eyrunum (nema úti við Gróttu þar sem fuglasöngurinn var himneskur) og þetta tók ekki nema 2 klst og 10 mín....næst ætla ég að taka nesti og góða bók því það eru margir frábærir áningastaðir á leiðinni. Ætka með Grétu í Nauthólsvíkina, hjólandi!!!! Frábær hringur í frábæru veðri og jeminneini hvað þetta var gott.......nema fyrir rassinnnnn.....þarf að fá mér gelpúða!!!!!!!!!!!!!
  • Kíkti rétt aðeins á bjórkvöld ´75 árgangsins úr eyjum á Oliver á mánudagskvöldið. Fámennt en góðmennt og gaman að sjá þá sem mættu, hef ekki séð suma í allmörg ár og frábært að sjá hvað við erum enn ung og fersk og andskoti skemmtileg!!!
  • Sjónvarpið SÖKKAR BIG-TIME á sumrin....ji minn eini!!!!!!!!!! Eins gott að EM er í gangi, er strax farin að finna fyrir tómleikatilfinningunni sem kemur þegar EM er búið!!!!

fimmtudagur, júní 12, 2008

Rúntur og EM

Ég fór til Tallin með vinnunni fyrir 2 árum og á bjórhúsi þar hitti ég tvo ítali og fór eitthvað að blaðra við þá og svo skiptumst við á e-meil addressum og höfum stundum verið að spjalla á msn og svona og svo endaði það með því að þeir áttu 5 daga frí og komu hingað fyrir viku síðan!!!
Ég, Ingunn og Birgitta tókum þá að okkur og sýndum þeim rúntinn (sem var það eina sem þeir vildu gera...hehehehehe), bæði bílandi og gangandi, fórum með þá út á lífið og auðvitað skrapp ég með þá á Þingvelli og að Gullfossi og Geysi.

Þeir voru himinlifandi með ferðina og Ísland og okkur vinkonurnar að sjálfsögðu og voru mjög daprir þegar þeir voru að fara, þeir voru búnir að velta því fyrir sér hvað þeir gætu gert til að vera hér áfram og komu mörg ný störf til greina...hehehehehe...þeir eiga eftir að koma aftur eins og allir hinir ítölsku vinir mínir því allir vilja koma aftur um vetur og sjá norðurljósin!!!
Það er ekki laust við að það hafi verið hálf-tómlegt þegar þeir voru farnir því Gréta fór til Vestmannaeyja á mánudaginn og kjellan því ein í kotinu!!!!

Ítalía byrjaði EM hræðilega illa, með 3-0 tapi fyrir Hollandi....ég var búin að setja trefilinn minn á sófaborðið og derhúfuna á sjónvarpið en allt kom fyrir ekki. Það var því frekar fúlt að sitja hér í stofunni með tvo ítali og Ítalía að tapa....úfffff...lærði nokkur ljót orð sem ekki verða endurtekin!!!!
Vonandi að mínir menn taki Rúmeníu í bakaríið á morgun!!!!
FORZA AZZURRI!!!!!!

þriðjudagur, júní 03, 2008

Framtakssemin í mér!!

Ég er bara alveg að koma sjálfri mér á óvart þessa dagana...fer bara út að hjóla, búin að kaupa blóm og plöntur og planta í beðin meðfram húsinu, vökva það á hverjum degi, þvoði 5 vélar um helgina og hengdi út á snúru....jiiiii...mikið sem það er dásamlegt að geta þurrkað þvottinn úti!!!
Búin að taka aðeins til í geymslunni til að koma hjólinu hennar Grétu betur fyrir og henda fullt af drasli...enn og aftur!!!!

Nú, svo koma svona kvöld hjá mér (eins og núna) þar sem ég bara kveiki ekki á sjónvarpinu (enda ekki rassgat merkilegt í imbanum sum kvöld) heldur hlusta bara á tónlist og vinn í tölvunni, var t.d. að klára að þýða útvarpsviðtal af íslensku yfir á ítölsku og það var mjög gagnlegt og gaman.

Nú, ég fór til Tallin fyrir tveimur árum síðan og á bjórhúsi þar lenti ég á spjalli við tvo ítali sem eru núna á leiðinni til Íslands...hehehehe..koma á fimmtudaginn og verða í 4-5 daga svo ætli maður neyðist ekki til að fara með ítali á Gullfoss og Geysi og í Bláa lónið eina ferðina enn..heehhee....það er bara gaman!!!

Ætla að skella mér í leikhús með vinnunni á föstudagskvöldið, að sjá Ástin er diskó-lífið er pönk, það verður eflaust gaman þrátt fyrir misjafna dóma....dæmi hver fyrir sig!!

sunnudagur, júní 01, 2008

Hreinasti unaður

Ohhhh....hvað ég elska að horfa á íslenska landsliðið í handbolta þegar það spilar eins og það spilaði núna rétt áðan!!!!
Strákarnir voru svo vel stemmdir og maður sá einbeitinguna og leikgleðina sem hefur vantað svolítið undanfarið finnst mér. Nú koma strákarnir okkar tvíefldir til baka og sanna sig eftir hörmungarnar í síðustu stórkeppni!!!!
Og auðvitað fórum við fjallabaksleiðina enn og aftur....gera þetta enn meira spennandi!!!

Leikurinn í gær gegn Pólverjum var ekki alslæmur en það sem vantaði í gær gekk upp í dag, svona er það bara. Pólverjarnir voru gasalega sterkir og höfðu yfirburði og voru að skora úr ótrúlegustu færum. Sem handboltaáhugamaður var gaman að sjá þennan leik en sem íslendingur var það pínu fúlt!!
Meðan ég horfði á þann leik var ég alltaf að velta því fyrir mér af hverju við gætum þetta ekki líka en í dag þurfti ekkert að velta því fyrir sér (nema kannski langskotum sem vantar svolítið hjá okkur). Markvarslan til fyrirmyndar en vantar svolítið að hirða fráköstin!! Svíagrýlan er greinilega dauð þar sem þetta er í annað sinn sem við komum í veg fyrir að svíar komist á stórmót!!

Ég held að það sé rétt að veita mönnum annað tækifæri og Guðmundur Guðmundsson ætlar greinilega að nýta sitt tækifæri og sýna hvað býr í honum og strákunum!!

Jiiiiii hvað ég hlakka til og er meira að segja að spá í að fara á landsleikinn gegn Makedóníu 15.júní!!!!

Jáh...nú er gaman að vera íslenskur handboltaáhugamaður.....Peking....here we come!!!!