Náttúru-tónleikar
Ég er ekki að fara á goslokahátíðina og ekki á Þjóðhátíð svo ég held ég hafi misst réttinn á að segjast vera eyjamaður, held ég afsali mér honum hvort eð er þar sem ég hef búið lengur í Reykjavík en í Eyjum og er þar afleiðandi bara orðinn reykvíkingur. Kórónaði það með því að fara á tónleika Bjarkar og Sigur Rósar í gær. Fannst hálf-hallærislegt að hafa þessa tónleika í bakgarðinum og fara ekki auk þess sem margir erlendir vinir mínir eru hrifnir af þessum tónlistarmönnum og því fannst mér ég verða að fara, þeirra vegna, og gera þau græn af öfund..muahhhhh. Ég hef aldrei verið hrifin af Sigur Rós en í gær fannst hún meiriháttar, það er ótrúlegt að sjá hvað þeir gera við hljóðfærin, hvernig þeir spila á þau á óhefðbundinn hátt og Gréta er enn með eitt lagið þeirra á heilanum. Ég held svei mér þá að ég verði að hlusta betur á þessa hljómsveit!!
Björk var líka góð, hef aldrei séð hana á tónleikum og hún var ótrúlega litrík og frábærir tónlistarmenn með henni og gaman að hafa þessi blásturshljóðfæri, gera ótrúlega mikið.
Ég rölti oft um svæðið þar sem tónleikarnir voru og þegar ég vissi að þessir Náttúru tónleikar ættu að vera á þessu svæði runnu á mig tvær grímur, er þetta ekki svolítil andstæða, að vera með tónleika til að minna á hvað náttúra Íslands er dýrmæt en á sama tíma standa, sitja, liggja 30-40 þúsund manns á fallegu grænu svæði og henda rusli út um allt, skilja stóla og annað eftir auk þess sem margir komu á bílum og leggja þeim UPP á grasið og fara svo á NÁTTÚRU tónleika...hummm?????
Mér finnst það allavega svolítið hallærislegt og þrátt fyrir að þvottalaugarnar hafi verið afgirtar þá var ekki fallegt að sjá myndir af svæðinu í fréttunum kl.12.
Ég veit vel að það er enginn skaði skeður, grasið verður jafngott og áður en samt...finnst mér þetta stangast svolítið á. Ég meina oft hefur grasið í dalnum verið hræðilegt á mánudagsmorgni eftir þjóðhátíð og maður hélt að það myndi aldrei ná sér en svo var það hrikalega grænt vorið eftir!!
En myndirnar úr kvikmyndinni Draumalandið voru ótrúlegar og það er hræðilegt að sjá hvernig ráðamenn og konur vilja fara með landið okkar, það hlýtur að vera önnur leið en að fórna náttúruperlum!!!
Held að ráðamenn/konur ættu að staldra aðeins við og spyrja sig hvort þau vilji virkilega að þeirra verði minnst sem þeirra sem gerðu Ísland að Állandi?????
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home