laugardagur, júní 21, 2008

GRÉTAN MÍN 8 ÁRA

Þann 21.júní 2000 kl.16:15 fæddist þessi frábæra stelpa sem er hér á myndunum.
Hún er ótrúlegur karakter eins og myndirnar bera með sér. Frá því hún fæddist hefur hún verið mikill gleðigjafi, Grétan mín er ótrúlega skemmtileg og fyndin stelpa, henni datt og dettur enn margt sniðugt í hug og hún er afskaplega klár og dugleg stelpa.

Hún var snemma mikil mömmustelpa og er enn. Hún var mjög ung þegar hún fór að gera mannamun og var meira segja talað um það þegar hún byrjaði á leikskóla, bara 14 mánaða gömul. Þá strax gerði hún upp á milli fólks. Hún hreinlega leit framhjá fólki sem henni féll ekki við og þetta ágerðist þegar hún varð eldri og enn í dag er hún svona. Kostur eða galli???
Gréta er oftast nær hjálpsöm og dugleg að gera það sem hún er beðin um...nema kannski að taka til í herberginu sínu!!! Undarlegt hvað börn eru viljug til að vaska upp, taka til, sópa og ryksuga þegar þau eru of ung til að gera þessa hluti en þegar þau svo hafa getu til þess nenna þau því ekki nema fá borgað fyrir!!!!!
Í dag er aðalsportið hjá henni að fara hjólandi út í búð og í hvert sinn sem ég segist ekki eiga eitthvað býðst hún til að skjótast í búðina og kaupa það!!!!!
Gréta er mjög dugleg að skrifa og var bara 3ja ára þegar hún las fyrsta orðið sitt. Það var í Krónunni í Vestmannaeyjum og hún leit upp og svo heyrði ég bara o s t u r...ostur!!! Þegar við svo komum heim til mömmu náði hún í matreiðslubók og las 1 p e l i r j ó m i og a s p a s!!!!!
Síðan þá hefur hún verið óþreytandi við að lesa og skrifa og gerir það með stakri prýði. Hún er farin að lesa "unglingabækur" sem eru alltað 200 bls!!!
Hún hefur líka skrifað mér heilan helling af bréfum og miðum sem ég geymi í náttborðsskúffunni minni!!! Fallegri bréf hef ég aldrei fengið en frá henni dóttur minni!

Þegar hún var lítil var ég mjög dugleg að leika við hana og fékk hún oftast að ráða öllu. Þegar hún varð svo eldri velti ég því fyrir mér hvort ég hefði gert rétt með því að vera svona mikið með henni og leika svona mikið við hana því í dag þá hreyfi ég mig varla innandyra né utan án þess að hún sé á eftir mér. Hún þarf alltaf að vita hvar ég er og hvert ég fer, jafnvel þegar ég fer á wc!!!! Þá á hún það til að vera svolítið stjórnsöm og vill stundum ekki vera með ef það er ekki farið eftir því sem hún vill....er það mér að kenna eða er hún bara svona karakter????
Jah maður spyr sig!!

Ég er svo fegin að Gréta var aldrei með snuð og aldrei með pela heldur. Hún var á brjósti þar til hún var rúmlega 11 mánaða og svo drakk hún bara úr glasi. Hún var heldur aldrei með eitthvað eitt dót sem hún þurfti alltaf að vera með nema þegar hún var 3ja ára fékk hún dúkku frá Dóru frænku sinni og hennar fjölskyldu og dúkkan fékk heitið Bleika dúkkan. Sú dúkka hefur farið til Vestmannaeyja, Ítalíu, Lanzarote, Mallorca og Tenerife auk þess að hafa ferðast um Ísland. Gréta var samt aldrei neitt ómöguleg þótt dúkkan væri ekki alltaf til staðar.

Við höfum eytt mörgum stundum með mömmu minni og pabba og eru Gréta og amma P miklar vinkonur og í mörg ár hafa þær verið í "systuleik" og er hann enn í fullu fjöri. Pabbi flutti til okkar þegar Gréta var bara 4 ára og hefur verið nálægt okkur síðan og hann og Gréta hafa farið margar gönguferðirnar og enn fleiri fjöruferðir. Gréta hefur án nokkurs vafa athyglisgáfuna frá afa sínum. Hann hefur lesið fyrir hana Sálminn um blómið og þau hafa líka hlustað saman á sömu sögu á geisladisk og hún getur vitnað í ákveðin atriði og gerir það þegar henni dettur það í hug.

Gréta er alger engill, hún hefur alltaf verið ótrúlega þægilegt barn og sl. 3 ár höfum við farið með Óla bróður í 2ja vikna ferðir á sólarströnd og það er mjög þægilegt að ferðast með Grétu. Þá hefur hún farið með mér í lengri og styttri ferðir sl. 2 sumur þar sem við vorum með ítali og hún var svo stillt og góð og dugleg allan tímann. Enda elska ítalarnir hana út af lífinu og vonast til að verða svona heppin með barn þegar þau eignast sjálf börn!!!

Gréta hefur alltaf verið frekar fyndin og sett upp marga ótrúlega fyndna svipi. Hún er aldrei jafn lík pabba sínum og þegar hún grettir sig!!!!

Sl. ár hefur Gréta verið að breytast heilan helling, hún er auðvitað að þroskast og fá meira sjálfstæði og frumkvæði...aðeins og mikið á köflum!!!!
Fatasmekkurinn er líka að breytast og eru gallabuxur allra mest inn og helst bolir og klútur. Hún hefur alltaf átt alltof mikið af fötum og er það mest Óla bróður og ömmu Þórey að kenna og jafnframt er það þeim að kenna/þakka hvað Gréta er farin að spá mikið í föt og hvernig hún lítur út í hinum og þessum fötum. Ég er um það bil að missa völdin og það styttist í að ég missi fötin mín líka!!!!!
Þá er hún líka mjög upptekin af hárinu á sér núna...hvaðan skyldi það koma...hummmm?????

Það hefur alltaf verið mikið líf og fjör í kringum Grétu og erum við, foreldrar hennar, frekar miklir spaugarar og því hefur alltaf verið mikið um grín og glens í kringum hana. Amma P, Diddi og Óli eru líka miklir spaugarar og Diddi er alltaf að pína hana og atast en Óli meira að grínast. Pabbi hennar og Jón Bjarni bróðir hennar er líka mjög miklir spaugarar og afi Sigþór segir lygasögur hægri-vinstri. Þannig að það er ekki nema von að það leynist spaugari í barninu mínu!!
Hún man ótrúlega margt og þar á meðal brandara sem henni þykir gaman að segja. Hún getur nefnilega verið ótrúlega fyndin!!


Hún er líka ótrúleg með það að finna sér alltaf undarlega staði til að dvelja á og hugsa og íhuga. Þegar pabbi bjó í Garðabæ var hún alltaf inni í skáp í forstofunni og núna er það fataskápurinn í herberginu hans. Hérna heima er lítið skot í fataskápnum í herberginu hennar og ég mátti ekki setja neitt þar inn þegar við fluttum og þar var hún alltaf þegar hún talaði í símann!!!!!




Gréta er mikill karakter, hún er ljúf sem lamb en getur líka verið gasalega þrjósk og mikill besservisser. Hún er samt oftast blíð og góð og það er ofsalega gott að vera nálægt henni. Hún er nautnaseggur og þykir afskaplega gott að láta gera gott við bakið og láta lesa fyrir sig áður en hún fer að sofa. Hún er mikil kelirófa og kemur oft til mín bara til að knúsa mig, kyssa og faðma og segja mér að hún elski mig. Ég get ekki annað en þakkað þeim sem öllu ræður að hafa gefið mér svona dásamlega gjöf og ég reyni allt hvað ég get að vera henni góð móðir.
ELSKU ELSKU GRÉTAN MÍN, TIL HAMINGJU MEÐ 8 ÁRA AFMÆLIÐ ÞITT.
ÉG ELSKA ÞIG MILLJÓN, TRILLJÓN, BILLJÓN ENDALAUST!!!!!!
ÉG ER HEPPNASTA MAMMA Í HEIMI AÐ EIGA ÞIG FYRIR DÓTTUR!!!

2 Comments:

At 12:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Íris til hamingju með gullmolann þinn, það eru komin 8 ár , vá hvað þetta er fljótt að líða.
Kannast við þetta með fötin og skó líka Jasmín er sko farin að máta skó hjá mér og ath hversu lítið er í að hún geti notað þá. Alltof lítið!!!
Eigið góðan dag og njótið hans vel.

Kveðja Lilja

 
At 1:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með dúlluna þína. Haldið áfram að njóta lífsins saman.
Kveðja
Anna Guðjóns

 

Skrifa ummæli

<< Home