Hreinasti unaður
Ohhhh....hvað ég elska að horfa á íslenska landsliðið í handbolta þegar það spilar eins og það spilaði núna rétt áðan!!!!
Strákarnir voru svo vel stemmdir og maður sá einbeitinguna og leikgleðina sem hefur vantað svolítið undanfarið finnst mér. Nú koma strákarnir okkar tvíefldir til baka og sanna sig eftir hörmungarnar í síðustu stórkeppni!!!!
Og auðvitað fórum við fjallabaksleiðina enn og aftur....gera þetta enn meira spennandi!!!
Leikurinn í gær gegn Pólverjum var ekki alslæmur en það sem vantaði í gær gekk upp í dag, svona er það bara. Pólverjarnir voru gasalega sterkir og höfðu yfirburði og voru að skora úr ótrúlegustu færum. Sem handboltaáhugamaður var gaman að sjá þennan leik en sem íslendingur var það pínu fúlt!!
Meðan ég horfði á þann leik var ég alltaf að velta því fyrir mér af hverju við gætum þetta ekki líka en í dag þurfti ekkert að velta því fyrir sér (nema kannski langskotum sem vantar svolítið hjá okkur). Markvarslan til fyrirmyndar en vantar svolítið að hirða fráköstin!! Svíagrýlan er greinilega dauð þar sem þetta er í annað sinn sem við komum í veg fyrir að svíar komist á stórmót!!
Ég held að það sé rétt að veita mönnum annað tækifæri og Guðmundur Guðmundsson ætlar greinilega að nýta sitt tækifæri og sýna hvað býr í honum og strákunum!!
Jiiiiii hvað ég hlakka til og er meira að segja að spá í að fara á landsleikinn gegn Makedóníu 15.júní!!!!
Jáh...nú er gaman að vera íslenskur handboltaáhugamaður.....Peking....here we come!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home