miðvikudagur, júní 18, 2008

Sittlítið af hverju

  • Gréta komin heim frá eyjum eftir vikudvöl, gerði okkur báðum mjög gott. Mamma kom með henni og verður hér uppi hjá pabba í sumar að passa Grétu og eyða tíma með okkur. Gaman saman í sumar!!
  • Fór með Herdísi og Ingunni í bíó að sjá Sex and the city-frábær skemmtun og bara sæt mynd...ef maður er aðdáandi.
  • Bíð enn eftir að vita hvort ég fæ styrk frá Félagi Leikskólakennara vegna ferðarinnar til Michigan, eitthvað klúður hjá þeim þarna í félaginu!!
  • Íþróttavikan og sumarhátíðin í vinnunni er búin og allt tókst einstaklega vel.
  • Ítalía komin í 8 liða úrslit á EM...jabadabadú.........
  • Vinkonuafmæli Grétu Daggar á morgun, 19.júní og svo fjölskylduafmæli á afmælisdaginn hennar, laugardaginn 21. júní
  • Er að verða búin með Yacoubian-byggingin og þegar komin með tvær aðrar bækur á náttborðið...spennó spennó.....
  • Ég, Gréta og Óli erum að hugsa um að sleppa sólarlandarferð þetta árið og fara í viku til Köben, í Tívolí, dýragarðinn, H&M og eitthvað chilllllllll...........
  • Búin að borða allsstaðar annarsstaðar en heima hjá mér þann tíma sem Gréta var að heiman, þakka þeim sem sáu til þess!!
  • Hjólaði heiman frá mér, upp Kringlumýrarbrautina, Fossvoginn, Nauthólsvíkina, meðfram flugvellinum, Ægisíðuna, Seltjarnarnesið, út í Gróttu, Grandann, gegnum miðbæinn, Sæbrautina, Laugarnesið og heim!!!!!!!!!!! Með i-podinn í eyrunum (nema úti við Gróttu þar sem fuglasöngurinn var himneskur) og þetta tók ekki nema 2 klst og 10 mín....næst ætla ég að taka nesti og góða bók því það eru margir frábærir áningastaðir á leiðinni. Ætka með Grétu í Nauthólsvíkina, hjólandi!!!! Frábær hringur í frábæru veðri og jeminneini hvað þetta var gott.......nema fyrir rassinnnnn.....þarf að fá mér gelpúða!!!!!!!!!!!!!
  • Kíkti rétt aðeins á bjórkvöld ´75 árgangsins úr eyjum á Oliver á mánudagskvöldið. Fámennt en góðmennt og gaman að sjá þá sem mættu, hef ekki séð suma í allmörg ár og frábært að sjá hvað við erum enn ung og fersk og andskoti skemmtileg!!!
  • Sjónvarpið SÖKKAR BIG-TIME á sumrin....ji minn eini!!!!!!!!!! Eins gott að EM er í gangi, er strax farin að finna fyrir tómleikatilfinningunni sem kemur þegar EM er búið!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home