Rúntur og EM
Ég fór til Tallin með vinnunni fyrir 2 árum og á bjórhúsi þar hitti ég tvo ítali og fór eitthvað að blaðra við þá og svo skiptumst við á e-meil addressum og höfum stundum verið að spjalla á msn og svona og svo endaði það með því að þeir áttu 5 daga frí og komu hingað fyrir viku síðan!!!
Ég, Ingunn og Birgitta tókum þá að okkur og sýndum þeim rúntinn (sem var það eina sem þeir vildu gera...hehehehehe), bæði bílandi og gangandi, fórum með þá út á lífið og auðvitað skrapp ég með þá á Þingvelli og að Gullfossi og Geysi.
Þeir voru himinlifandi með ferðina og Ísland og okkur vinkonurnar að sjálfsögðu og voru mjög daprir þegar þeir voru að fara, þeir voru búnir að velta því fyrir sér hvað þeir gætu gert til að vera hér áfram og komu mörg ný störf til greina...hehehehehe...þeir eiga eftir að koma aftur eins og allir hinir ítölsku vinir mínir því allir vilja koma aftur um vetur og sjá norðurljósin!!!
Það er ekki laust við að það hafi verið hálf-tómlegt þegar þeir voru farnir því Gréta fór til Vestmannaeyja á mánudaginn og kjellan því ein í kotinu!!!!
Ítalía byrjaði EM hræðilega illa, með 3-0 tapi fyrir Hollandi....ég var búin að setja trefilinn minn á sófaborðið og derhúfuna á sjónvarpið en allt kom fyrir ekki. Það var því frekar fúlt að sitja hér í stofunni með tvo ítali og Ítalía að tapa....úfffff...lærði nokkur ljót orð sem ekki verða endurtekin!!!!
Vonandi að mínir menn taki Rúmeníu í bakaríið á morgun!!!!
FORZA AZZURRI!!!!!!
2 Comments:
Hitti dóttur þína hérna áðan.. kom með mömmu þinni hingað í Sparó.. sagði við hana að mér þætti nú skrýtið að sjá hana svona life.. væri bara búin að sjá myndir af henni á netinu hehehe, ofsalega falleg stelpa sem þú átt Íris.
Annars segi ég bara ÁFRAM RÚMENÍA, ætla að skella mér í Rúmeníutreyjuna á eftir ;o)
Æ takk fyrir þetta Matta mín :) sko kommentið um dóttur mína..ítalski trefillinn og derhúfan eru komin á sinn stað...hehehehe...
Skrifa ummæli
<< Home