Framtakssemin í mér!!
Ég er bara alveg að koma sjálfri mér á óvart þessa dagana...fer bara út að hjóla, búin að kaupa blóm og plöntur og planta í beðin meðfram húsinu, vökva það á hverjum degi, þvoði 5 vélar um helgina og hengdi út á snúru....jiiiii...mikið sem það er dásamlegt að geta þurrkað þvottinn úti!!!
Búin að taka aðeins til í geymslunni til að koma hjólinu hennar Grétu betur fyrir og henda fullt af drasli...enn og aftur!!!!
Nú, svo koma svona kvöld hjá mér (eins og núna) þar sem ég bara kveiki ekki á sjónvarpinu (enda ekki rassgat merkilegt í imbanum sum kvöld) heldur hlusta bara á tónlist og vinn í tölvunni, var t.d. að klára að þýða útvarpsviðtal af íslensku yfir á ítölsku og það var mjög gagnlegt og gaman.
Nú, ég fór til Tallin fyrir tveimur árum síðan og á bjórhúsi þar lenti ég á spjalli við tvo ítali sem eru núna á leiðinni til Íslands...hehehehe..koma á fimmtudaginn og verða í 4-5 daga svo ætli maður neyðist ekki til að fara með ítali á Gullfoss og Geysi og í Bláa lónið eina ferðina enn..heehhee....það er bara gaman!!!
Ætla að skella mér í leikhús með vinnunni á föstudagskvöldið, að sjá Ástin er diskó-lífið er pönk, það verður eflaust gaman þrátt fyrir misjafna dóma....dæmi hver fyrir sig!!
2 Comments:
Jii vildi óska að ég kynni eitthvað annað tungumál en ensku og gæti talað það reiprennandi... langar svo hrikalega að læra norsku en ætli ég sé ekki orðin of gömul til að fara sem Au-pair til Noregs hahahaha.. held það virki ekki. Get reyndar sungið ítölsku í Gente di Mare en svo er annað mál hvað ég er að syngja um hahaha.
Frábært hjá þér og manni líður svo vel þegar maður kemur hlutum í gang. ég er búin að vera alveg í sama gírnum, á fullu í garðræktinni og nota kvöldin í annað en sjónvarp.
Við hjólum hér um allt og svei mér, ég finn ekki fyrir því að mig langi í bíl..... a.m.k. er bensínverð ekkert til að hrópa húrra fyrir sérstaklega á Íslandi.
Kv. Lilja Björk
Skrifa ummæli
<< Home