mánudagur, september 11, 2006

11.september 2006

Fyrir mörgum mörgum árum var stelpa með mér í skóla. Mér fannst þessi stelpa aldrei neitt sérstaklega skemmtileg en verð þó að viðurkenna að ég þekkti hana ekkert sérstaklega vel. Svo gerist það þegar ég er tvítug að ég fer til Ítalíu sem Au-pair og þegar ég var búin að vera þar í nokkurn tíma hringir mamma í mig og segir mér að þessi gamla skólasystir mín sé að koma til Ítalíu líka og verði þarna bara rétt hjá mér, hvort hún megi ekki hafa samband við mig þegar hún komi út. Ég þvertók alveg fyrir það og reyndi að gera mömmu það ljóst að ég væri ekki þarna úti til að vera í sambandi við einhverja íslendinga og hvað þá einhverja sem ég fílaði ekki!!!!!
En þar sem mamma er ekkert mikið fyrir að hlusta á mig og taka mark á mér þá gaf hún þessari stelpu upp símanúmerið mitt og svo hringir hún og segist vera á leiðinni út og hvort við gætum kannski hist einhvern tímann og bla bla bla. Og það varð úr, við hittumst og náðum svona líka vel saman, hún var bara ekkert eins leiðinleg og ég hélt, hún var bara þrælskemmtileg og er enn!!!
Við brölluðum margt saman á Ítalíu og eigum þaðan margar dýrmætar minningar...nægir þar að nefna Beck´s, sambucha, fótboltaleikir, rop, Nek, Mílaní, figo, og margt margt fleira.
Þegar við komum heim vorum við mjög duglegar að hafa samband og brölluðum margt saman í höfuðborginni. Við áttum börn með stuttu millibili, lærðum saman ungbarnanudd og hittumst því reglulega á því tímabili.

EN svo er það bara stundum þannig að fólk missir samband og sumir eru duglegri að hafa samband en aðrir og um tíma vorum við í litlu sem engu sambandi en fengum þó fréttir af hvor annarri í gegnum sameiginlega vini og kunningja.
Nú er svo komið að við heyrumst á hverjum degi í gegnum síma, sms, msn og ef við erum heppnar hittumst við í eigin persónu.
Þessi stelpa er svo langt frá því að vera eins leiðinleg og ég hélt hana alltaf vera og ég á henni margt að þakka....Hún er BARA frábær!!!!!

Elsku INGUNN mín...til hamingju með daginn í dag...þú ert sko ekkert hryðjuverk heldur kraftaverk!!!
Takk fyrir að verða þess valdandi að ég fór að drekka (hehe), takk fyrir að taka frábærar myndir, takk fyrir að nenna endalaust að hlusta á mig, takk fyrir að vera ein mest bullukjelling sem ég veit um, takk fyrir að veita mér inngöngu í Daður 102 og útskrifa mig þaðan, takk fyrir að vekja mig aftur til lífsins eftir erfitt tímabil og koma mér endalaust til að hlæja!!!

Jæts hvað ég á þér margt að þakka, enda ert ÞÚ bara frábær og TI VOGLIO TANTO TANTO BENE!!!!!!!

2 Comments:

At 6:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mamma þín góð! Eins gott að hún hlustaði ekkert á þig FLOTTA skvísa, þá ættirðu ekki svona góða vinkonu í dag. Hvernig er með Ingunni, ætlar hún ekki að taka þig í lokaáfangann í DAÐRI...er ekki alltaf hægt að bæta við sig, hehe.
Til hamingju með árin 30 og x Ingunn ;-0

 
At 9:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá takk fyrir yndisleg orð í minn garð kæra vinkona. Fyrirgefðu að ég hafi ekki commentað fyrr en þú veist nú ástæðuna :)
Veit ekki hvar ég væri án þín bella. Takk takk takk fyrir að vera til.
Un grande bacio, Ingunn.

 

Skrifa ummæli

<< Home