Tæknin
Ja hérna hér...ég verð nú bara að játa eitt....ég er ekki mikið tæknifrík...sumt að þessu tæknidrasli skil ég engan tilgang með og vil helst ekki vita af því...eins og t.d. þegar ég fer í bankann og þarf að kvitta á helv....skjáinn og þegar ég fæ kvittuninina í hendurnar er eins og 3ja ára barn hafi verið að skrifa nafnið mitt!!
Sumt af tækniundrunum fer í mínar fínustu...þar sem ég er frekar gamaldagstýpa...og þá kannski sérstaklega nýjungagirnin í sumu fólki...mér dugar alveg gsm síminn minn, hann er með myndavél og hægt að fara online og alles.....ég þarf ekki nýjan og betri þótt þeir séu til...eins með digital myndavélina mína..hún er ágæt og virkar vel og ég kann á hana....þótt hún sé orðin 7 ára gömul!!!
Hrædd við nýjungar/breytingar?? Ég skal ekki segja.......
Í gær t.d var ég á msn...eins og svo oft áður...þegar Marco vinur minn bjallar í mig þar og spyr hvort við eigum ekki að prófa Skype-ið...sem ég hef bara einu sinni prófað áður...jú jú ég er til í það og viti menn!!! Haldiði ekki að hann hringi svo bara í Cristinu og Stefano (þetta eru allt ítalarnir sem voru hjá mér í sumar) og þarna sat ég, fyrir framan tölvuna með heyrnatól með míkrófón og spjallaði við ítalska vini mína...og það sem meira var...Marco er með webcam og því varð þetta ennþá skemmtilegra!!!!
Og þar sem ég er alveg græn í svona tækniundrum þá kunni ég ekkert á þetta og vissi m.a. ekki að hægt væru að hringja í heimasíma úr Skype....
Þetta segir mér nú bara eitt....að ég verð að vera opnari fyrir tækninýjungum...þarna er fín leið til að spara pening sem annars fer í símakostnað!!!
Tölvupósturinn er líka frábær uppfinning....t.d núna þegar við erum að skipuleggja Köben ferðina (sem er bara að bresta á) þá svoleiðis fljúga skeytin á milli og allt er að gerast...dagleg samskipti og ekkert nema stuð....ekki von nema maður sé alltaf í tölvunni!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home