X+Y og a+b = hostel?
Ég vildi að ég gæti sagt að ég hefði ekki haft tíma til að blogga af því ég væri búin að vera svo dugleg í RÆKTINNI en...þá væri ég hreinlega ekki að segja satt!!!
Þessi pæling mín er ekki komin lengra en síðast og ég er svooo illa stödd að ég var að koma af Pizza Hut þar sem ég tróð í mig nachos, pizzu og ís...aftur og nýbúin!!!!!!!!
Vinkonur mínar, Birgitta, Ingunn og Harpa voru allar með einhvern tilboðsmiða á Pizza Hut og við Gréta erum búnar að fara með þeim öllum á þessum miðum!!!
En annars hefur verið nóg að gera, við mæðgur erum búnar að vera gasalega duglegar að nýta þetta fallega og góða veður til að fara í sund...það er nú öll líkamsræktin mín...að svamla í lauginni með Grétu og liggja í heita pottinum á meðan hún fer nokkrar ferðir í rennibrautunum!!
Nóg að gera við að lesa námsbækur...er búin að taka mig á og er að ná upp því sem ég missti af í letikastinu sl. vikur. Búin að skila aðferðarfræðiverkefninu og komst í leiðinni að því að ég hef ekki þroskast neitt stærðfræðilega síðan í 10.bekk þar sem ég sat á fremsta bekk, við kennaraborðið hjá Gísla Óskars og blótaði og blótaði yfir því að þurfa að vera að leggja saman og draga frá BÓKSTAFI, og Gísli, þessi ágæti náungi hallaði sér að mér og sagðist ekki skilja í því af hverju svona ung og falleg stúlka notaði svona mikið af ljótum oðrum!!!! En ég segi það enn og aftur til hvers í andsk...þarf ég að læra að leggja saman X og Y, eða a í öðru veldi og b í öðru veldi?? Ég hef aldrei á þeim 15 árum síðan ég "lærði" notað þetta...fyrr en núna og ég er alveg jafn illa/vel stödd og þá!!! Ég er ekki frá því að þrjóskan spili þarna eitthvað inní.....en ég ætla ekki að reyna að skilja þetta, ekki einu sinni að þykjast skilja þetta!!!!!!
En jæja...kom við á videó-leigunni þar sem sjónvarpið er sjaldan upp á marga fiska á föstudagskvöldum. Var komin með Hostel í hendurnar þar sem ég er á leið til austur-evrópu í nóvember og hef verið mönuð til að horfa á þennan splatter óbjóð, en mig langar bara ekkert til að sjá hana, ekkert frekar en framtíðar-tækni-myndir...ekki það að ég sé eitthvað hrædd við að horfa á hana því ég er ekki þannig týpa, ég hræðist ekki bíómyndir. Það eru frekar myndir eins og La vita é bella, og sannsögulegar myndir sem skilja eitthvað eftir, hvort sem það er ótti eða ánægja, en svona splatter - blóði drifin - pyntingamynd er bara ekki innan míns áhugasviðs en samt sem áður þá er ég orðin svolítið forvitin og er viss um að forvitnin nær yfirhöndinni og ég horfi á hana fyrr en síðar...en í kvöld er það capote!!!!
1 Comments:
Vá hvað ég er sammála þér með stærðfræðina, þó ég megi varla láta það út úr mér (kennaranum), hehe.
Ég þoldi ekki að þurfa að taka þessa 2 stærðfr.áfanga í Kennó og alls ekki aðferðafræðina - finnst hún eitthvað svo skelfileg.
Svo ef ég fer í Framhaldsnám í sambandi við kennslu þá þarf aðferðafræðin að koma þar við sögu BIG TIME. Þvílíkt fráhrindandi að fara í framhaldsnám út af henni, hehe.
Skrifa ummæli
<< Home