föstudagur, september 22, 2006

Líðandi stundir

Skellti mér á Sálartónleikana; Sálin og Gospelkórinn, sl. föstudag og mikið gasalega voru þeir góðir....þegar fyrsta lagið byrjaði fengum við Harpa bara gæsahúð dauðans og tár í augun :(
það er sem ég segi, Sálin klikkar ekki!!!! Var alvarlega að spá í að skella mér til eyja á laugardagskvöldið eftir gasalega sætt heimboð/tilboð frá Þóru vinkonu en lét svo ekkert verða af því......m.a. vegna þess að við Ingunn tókum nett djamm eftir tónleikana og ekki orð um það meir!!!!!!!!!!

Vikan hefur liðið ótrúlega fljótt, sem er ótrúlega gaman líka...eftir því sem tíminn líður hraðar er styttra þar til námi mínu er lokið...mikið sem ég er orðin leið á þessu...er ekki að nenna að læra og er bara að slugsa og slugsa...sem er ekki gott þar sem þessi önn er svolítið erfið.....þarf heldur betur að fara að taka mig saman í andlitinu, sparka í rassinn á mér og láta hendur standa fram úr ermum og hvað sem þetta kallast allt!!!!! Vil bara vera að gera eitthvað allt annað...bulla á msn, horfa á sjónvarpið, lesa Draumalandið eða skrifa bréf....en það er bara af því ég Á að vera að læra!!!
Mikið sem það verður gott að geta gert eitthvað allt annað á kvöldin en að læra þegar þessu verður lokið...jiiiiii!!!!

Er svo sem búin að bralla margt í vikunni, mamma er í bænum og var með mat handa okkur systkinunum á þriðjudaginn, á miðvikudagskvöldið fór ég út að borða með bræðrum mínum og Grétu á Indókína og það var þrusu gott eins og við var að búast.
Í gær skelltum við mægður okkur í sund eftir vinnu/skóla og svo var það bara Pylsa a la Pylsubarinn í Laugardal og svo röltum við okkur bara upp á hæðina í heimsókn til afa og Ingu þar sem við fengum að sjálfsögðu kvöldkaffi með sólsetrinu, kaka og köld mjólk...klikkar ekki hún Inga!!!!

Í kvöld er það svo aumingjamatur í Mosó hjá Siggunni og vonandi kjötsúpa hjá mömmu og pabba á morgun....frétti af því að þau hefðu verið að elda hana í gærkveldi og því verður hún best á morgun...nammi namm!!!!

Já svona er líf einstæðrar móður í fullu starfi og námi......ljúft og gott og ekki undan neinu að kvarta......eða hvað??????????

1 Comments:

At 9:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

La vita é bella :)

Kv. Ingunn

 

Skrifa ummæli

<< Home