mánudagur, september 18, 2006

Köbenferðin frábæra

Köben ferðin var bara snilld.....og skil ég ekkert í okkur vinkonunum að vera ekki búnar að fara svona ferð fyrir löööööngu síðan!!! Mikið sem við hlógum og flissuðum, kjöftuðum og versluðum, drukkum og átum...og skemmtum okkur vel....ég hef sjaldan hlegið jafnmikið og er ég þó nokkuð hláturmild og brosmild týpa!!!!!

Við eyddum fimmtudeginum í verslunarmiðstöðinni Fields þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi, sumir meira en aðrir og aðrir dýrari en aðrir...hehehehe....sumir fengu harðsperrur í hendurnar eftir að hafa farið tvær ferðir í H&M en aðrir fengu bara harðsperrur af því að bera pokana heim á hótel!!!

Við fórum svo á Hereford að borða á föstudagskvöldið og Lilja Björk, gömul vinkona okkar úr eyjum, kom með okkur. Hún var með passa í Tívolíið og kom okkur öllum þar inn....alger snilld...við hlustuðum þar á einhverja tónleika og skoðuðum okkur aðeins um, lögðum nokkrar 20 krónur undir og unnum allar einhver lukkudýr og skelltum í okkur nokkrum staupum og skelltum okkur svo út á lífið...Rosie McGee var aðalstaðurinn í þessari ferð....mikið af sætum strákum og ég...verandi eina single var boðin út af vinkonum mínum....má þakka fyrir að hafa komist heim þar sem þeim var mikið í mun að koma mér út...nánast til í að selja mig!!!!!!!!!!!!!
Þetta kvöld var hreinasta snilld en samt svolítið skrautlegt...myndirnar eru varla birtingarhæfar en ég set inn þær sem eru ok...hehehehe...

Laugardagurinn var svo tileinkaður Strikinu og við kíktum þar í nokkrar búðir og svona. Um kvöldið fórum við svo að borða á ítölskum stað í Tívolíinu, La Vecchia Signora, og svo voru það tónleikar með Eivöru Páls...þeir voru bara snilld og hún er alger listakona....fljúgandi hjörtu, sápukúlur, skuggamyndir og frábær tónlist (fyrir þá sem hafa gaman af Eivöru).
Við vorum voða stoltar af okkur að vera svona menningarlegar...það var samt ekki lengi því eftir tónleikana var skundað á næsta bar og menningarheitin skilin eftir!!!!
Rosie McGee var aftur fyrir valinu hjá þeim sem hafa eitthvað úthald...hehehe....en ekki tekið eins vel á því og á föstudagskvöldinu. Enda óvíst hvort Dagný Fields væri með í ferðinni eða ekki???

Sunnudagurinn var svo góður dagur....21 stigs hiti og við skelltum okkur í útsýnisferð um Köben í opnum strætó og var það hin besta skemmtun. Borgin með eindæmum falleg og við strax farnar að spá í hvað og hvar við viljum vera næst!!!!
Dóra Hanna fór svo heim með lestinni um kl 19 og Harpa og Hjaltey fóru á flugvöllinn um hálftíma seinna...sumir áttu erfiðara en aðrir með að halda aftur af tárunum.....megið giska hver??
Við Þóra vorum því bara tvær eftir á sunnudagskvöldinu og skelltum okkur á ítalskan stað, Ristorante Friscati, og borðuðum þvílíkt vel....skelltum í okkur einni rauðvín og limoncello í eftirrétt...kjöftuðum helling við þjóninn sem var bara skondinn og svo kvöddum við Köben með einum besta Pina Colada sem ég hef á ævinni smakkað...á Rosie McGee...hehehehe.....

Já það er víst hægt að segja að við vinkonurnar höfum tengst enn dýpri og betri böndum í þessari ferð og það verður ekki af okkur tekið. Eins og gengur og gerist var okkur tíðrætt um okkar ástkæru vinkonu Kristbjörgu heitina og þar sem við sátum á Ráðhústorginu á sunnudeginum, rétt áður en leiðir okkar skildu, voru indíánar að spila panpipes-tónlist og við vorum bara að spjalla þegar við heyrum lagið úr Titanic, My heart will go on, en það lag var í miklu uppáhaldi hjá Kristbjörgu rétt áður en hún dó og var líka spilað í jarðarförinni hennar. Þetta þótti okkur afar táknrænt þar sem við sátum þarna allar saman. gamli hópurinn og viljum gjarnan trúa því að hún sé með okkur í anda...hvað sem við erum.

Elsku skvísurnar mínar....Harpa, Hjaltey, Þóra, Dóra Hanna og Lilja....takk fyrir frábæra ferð, frábæra skemmtun, mikið grín, mikið gaman og allt hitt!!! Það er hrein unun að ferðast með ykkur, deila með ykkur sorgum og gleði, trúnaði og bullumsulli.....takk fyrir að vera þið og takk fyrir að vera vinkonur mínar í blíðu og stríðu...hvar og hvað væri ég án ykkar????

Lovjú endlesslí.......


p.s læt vita þegar myndirnar eru komnar inn....þarf að fá skriflegt leyfi hjá honum skvísunum!!!

3 Comments:

At 8:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æi krúsídúllan mín, þessi ferð var algjör snilld og vonandi eru allar farnar að safna fyrir þeirri næstu!
Takk enn og aftur fyrir frábæra ferð skvís...lifi þvílíkt á þessu næstu vikurnar. Skil ekki enn hvernig við gátum spjallað í klukkutíma (til kl.6:30) upp í rúmi án þess að sofna eftir þetta rosa djamm á föstud.kvöldinu/nóttina ;-)
Greyið mitt, það byrjaði nú bara sakleysislega á föstud.kv. með sæta Sp...en sumir voru kannski orðnir ansi kræfir á að koma þér út, hehe. Vonandi fyrirgefur þú Þóru, já og mér þá líka fyrir það. Eins gott að það verði bara fallegar myndir sem fara í myndaalbúmið þitt...annars set ég þú veist HVAÐA mynd af þér á síðuna mína;-O hehe. Búin að hlusta þvílíkt á Indíánadiskinn og sérstaklega "Kristbjargarlagið" eftir að ég kom heim. Verð að brenna diskinn og Jakob Sveistrup handa þér.
Takk fyrir "tárafljóðssmitunina" Íris mín, fattaði að ég myndi ekki hitta ykkur á næstunni en kannski styttra í að þið hinar hittist aftur.
Sendi þér sms í lestinni því ég var strax farin að sakna ykkar. En er enn að fá "failed Íris" kannski að þú fáir skilaboðin fyrir jól en ég sakna þín þá alveg enn. Svipað og með póstkortin, það verður gaman að sjá hvað þau taka langan tíma að berast. Jæja þá er ritgerðin á enda, þarf að fara á stuttritunarnámskeið, þetta gengur ekki lengur ;-)
Hafðu það extra gott Íris mín og hlakka til að sjá hvað myndir verða birtingarhæfar, hehe...Dagný Fields hvað?

Love,
Dorah

 
At 8:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Takk kærlega fyrir mig og leyfa mér að hitta ykkur allar það var alveg frábært og alveg það sem ég þurfti.
Gaman að heyra að laugardagurinn og sunnudagurinn voru líka frábærir.
Ég held að Kristbjörg sé alltaf með og guð hvað ég hugsa oft um hana.

Kveðja Köben

 
At 9:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Krútt.
Já vá hvað þessi ferð var æðisleg, þetta var BARA gaman frá upphafi til enda. Verðum að standa við það sem við spjölluðum um úti að fara í aðra svona ferð eftir 2-3 ár, þá verð ég kannski búin að borga reikningana frá þessari ferð....hehehe.
Ég get ekki hætt að hugsa um þessa ferð og er alltaf skælbrosandi þegar ég rifja þetta upp.....bara snilld. Á eftir að lifa á þessu lengi.
Lov jú honey.
Kv Harpa.

 

Skrifa ummæli

<< Home