laugardagur, maí 31, 2008

Einkunnir, ofnæmi ofl

Haldiði ekki að stelpan hafi bara fengið 9 í lokaeinkunn í ítalskri málfræði.....hef greinilega engu gleymt..hehehehe...þetta er fjórði málfræðiáfanginn sem ég hef tekið og ég er búin að fá tvisvar 9 og tvisvar 9,5. Þokkalega sátt núna sko!!!!
Kennarinn sagði að þegar við værum búin með þennan áfanga værum við svo gott sem búin að læra alla málfræðina í ítölsku en svo er náttúrulega að halda þessu við og rifja upp og svona.

Á enn eftir að fá einkunn í hinum áfanganum sem ég var í, hann var próflaus og mikil verkefnavinna bæði í tímum og heima....dúddírúddí....bíð spennt!!!!

Annars erum við bara ferskar mæðgurnar, ég verðlaunaði sjálfa mig með því að kaupa mér hjól og í gær fórum við mæðgur í hjólatúr í Laugardalnum. Það var meiriháttar geggjað, logn og smá úði og yndisleg angan af gróðrinum........dásamlegt, dásamlegt!!!

Gréta hefur annars verið frekar slæm af ofnæminu, fór með hana til ofnæmislæknis í fyrra og þá kom í ljós að hún er með ofnæmi fyrir fíflum, já believe it or not...hehehe..nei það er sko blómið fífill sem hún er með ofnæmi fyrir....hehehehe. Ég gæti samt trúað að það væri að þróast út í eitthvað meira (frjókorna eða grasofnæmi) því hún passar sig að koma ekki við blómið en er samt búin að vera ferlega slæm og tekur orðið 2 ofnæmistöflur á dag!!!! Annars er allt vaðandi í fíflum (fólki og blómum) allsstaðar svo það er kannski ekki að furða þótt hún sé slæm.
Ætti kannski að fara með hana aftur til læknisins.......hmmmmm?????

Þegar ég fór til USA tók ég i-podinn minn með og ég hafði ekki hlustað á hann lengi og í morgun var ég að hlusta á hann aftur og er komin með nýtt uppáhaldslag.....

http://www.youtube.com/watch?v=vPwPkNanHsU

Damien Rice hefur komið til Íslands en einhvern veginn hefur hann alltaf farið fram hjá mér þar til Svana Lilja frænka mín skrifaði fyrir mig disk með honum og ég er alveg að fíla hann.....

Góða helgi!!

fimmtudagur, maí 29, 2008

Jarðskjálftar

Enn og aftur verð ég ekki vör við jarðskjálfta!!!

17.júní 2000 var ég með Óla bróður í bíl og við vorum að leita að bílastæði við bryggjuna til að sjá víkingaskipið Íslending leggja úr höfn og við fundum hvorugt fyrir jarðskjálftanum þá. Þegar við komum svo á bryggjuna voru allir að tala um þetta og við stóðum bara á gati. Ég var kasólétt og með símann á mér til öryggis, en hann var voða mikið bara í veskinu mínu og ég heyrði ekkert í honum og þegar ég loks tók hann upp voru endalaust missed calls þar sem allir voru skíthræddir um ólétta konuna!!!
Þegar ég kom svo heim og sá fréttirnar skildi ég fyrst af hverju allir voru að tala um þetta, það var ótrúlegt að sjá hvernig skjálftinn hafði farið með jörðina og skiljanlegt að mamma mín hafi orðið skít-logandi hrædd í Eyjum, það var lyginni líkast að sjá myndirnar þaðan sem og annarsstaðar af suðurlandi.

Þann 21.júní 2000 kom svo annar jarðskjálfti og ég man að ég lá í sófanum í Eskihlíðinni, kasólétt, komin á tíma og þá fann ég sko jarðskjálftann. Mamma hringdi strax og mér fannst svo merkilegt að hafa loksins fundið það sama og allir hinir!!!!
Nú, nokkrum tímum seinna vakna ég svo með hríðir og um morguninn fylgist ég með aukafréttatímum og svo fæðist Gréta bara í eftirmiðdaginn...þannig að það þurfti tvo jarðskjálfta til að koma henni í heiminn...hhehehe..

Í dag fann ég ekki heldur fyrir jarðskjálftanum, við vorum með Rokk-og sápukúlusöngfund í leikskólanum og vorum börn og fullorðnir í brekkunni okkar að syngja saman. Söngkonan sem stjórnaði söngfundinum var að rokka og stappa niður fótum þegar jarðskjáftinn var og ég var að taka upp á videó á meðan og gjörsamlega missti alveg af þessu...og hún líka!!!! Fyrr má nú stappa en stappa!!!!

Það er misjafnt hvernig heimili þeirra sem við þekkjum á Selfossi eru farin og vonandi er þetta nú allt yfirstaðið.

mánudagur, maí 19, 2008

Arfaslök í lestrinum....eða hvað?

Renndi aðeins yfir listann með þeim bókum sem ég ætlaði að lesa á árinu og mér miðar bara ekki rassg...með hann!, af 35 bókum sem eru á listanum er ég bara búin með fimm!!!

En það er eins með þennan list og aðra...þeir eru ekki heilagir og það hafa dottið inn bækur sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til og hafa því bæst á listann eða ekki einu sinni komist þangað þar sem ég hef bara tekið þær upp og lesið þær nánast í einum rykk.

Las yndislega bók eftir Haruki Murakami sem heitir Norwegian Wood. Átakanleg saga um ástir sem ekki geta orðið, missi, söknuð, þrá, langanir, vináttu, tryggð og margt margt fleira. Mæli hiklaust með henni, hún er svona sykurpúði!!
Las svo The Lover, sem er flókin ástarsaga, enn og aftur um forboðna ást sem ekki getur orðið...ji hvað ég er eitthvað deprimeruð!!!!!
Byrjaði á bók í gær og kláraði hana í dag...hehehehe....James Patterson, Sjortarinn. Þetta er svona bók sem maður les á ská og er enga stund með, spennandi og góð flétta, góð afþreyging!!
Er svo að fara að byrja á Yacoubian byggingin eftir Alaa Al Aswany og hlakka bara til.
Allar þessar bækur voru ekki á listanum mínum svo ég kem kannski samt til með að ná 35 bókum á árinu!!!

Annars erum við mæðgur bara sprækar, Gréta og vinkonur hennar voru með í hæfileikasýningu á vorhátið Laugarness og stóðu sig eins og hetjur og svo er stelpan mín loksins búin að læra að hjóla, alger hetja!!!
Svo við erum bara í góðum málum...meira um það síðar!!!!

þriðjudagur, maí 13, 2008

Lítill frændi

Við eignuðumst lítinn frænda í nótt, Elva frænka og Höddi eignuðust lítinn strák í nótt svo Ester og Einar fengu eitt barnabarn í viðbót og Birta og Hekla lítinn bróður...til hamingju elskurnar. Erum búnar að fá sendar myndir og hann er alger dúlla með gasa mikið hár!!!!
Ætli maður verði ekki að skella sér í eyjarnar fljótlega og knúsast með hann og stelpurnar!!!
Nú bíð ég bara eftir fréttum af Gunnsu frænku...spennó spennó!!!!!

Annars var fyrsti vinnudagurinn eftir vikufrí bara ansi notalegur og gott að koma til baka. Eftir vinnu skelltum við Gréta okkur í Bónus því heimilið var eins og þrotabú og ákváðum svo að bregða okkur í sund, þar sem veðrið var og er svo gasalega fallegt. Gréta hefur tekið svo miklum framförum í sundi að það hálfa væri nóg, nú æðir hún út um allt, enda heimvön þar sem hún er í skólasundi í Laugardalslauginni, og það er alveg magnað að sjá hvað hún er orðin dugleg og óhrædd.

Diddi og Óli komu svo í mat og við borðuðum pönnukökur og svoddan, sem ég nenni aldrei að elda nema þegar einhver kemur í mat!!!!
Óli færði mér tvær rósmarín plöntur og ég hafði ekkert að gera við þær báðar svo ég rölti með aðra yfir til Gumma og Guðmundu sem tóku henni fagnandi!!! Svo er bara að finna út úr því hvað má gera skemmtilegt við þessa plöntu...........kartöflur, lambakjöt, kjúklingur....nammi nammi namm!!!!

Annars hrúgast hér inn afmælisboð til mín, sem er óvanalegt þar sem þau eru oftar en ekki til Grétu. Er að fara í fertugsafmæli á laugardaginn og á boð í annað 31.maí, brjálað að gera bara!!!

En það er nú það skemmtilega við lífið er það ekki?????

mánudagur, maí 12, 2008

Komin heim!!

Mikið er nú gott að vera komin heim og fyndið hvað við Sigga upplifðum þennan tíma ólíkt!!
Þegar við vorum búnar að pakka niður og stóðum fyrir utan hótelið að bíða eftir leigubíl á flugvöllinn fannst Siggu hún bara búin að vera þarna í 3 daga á meðan mér fannst ég vera búin að vera þarna í mánuð!!!!

Ráðstefnan var frábær í alla staði, vel skipulagt og ákaflega fróðlegt. Hugarfarið er líka mikilvægt því ég var þarna af opnum hug og tilbúin til að taka allt inn. Það er samt ótrúlegt hvað maður getur orðið þreyttur bara af því að sitja allan daginn frá 8-16 og hlusta á fyrirlestra!!! Auðvitað er maður að taka inn heilmikið af nýjum upplýsingum á öðru tungumáli þannig að það er um margt að hugsa. Ég er svo gasalega ánægð með að við skyldum hafa komist.
Ekki skemmdi svo fyrir að fá fréttir út um að við skyldum hafa fengið styrk frá Menntamálaráðuneytinu fyrir High/Scope þróunarverkefni.....hipphúrrey!!!!!!

Ameríka er samt ótrúlegt land og ameríkanar yfirmáta kurteisir....bara fyndið að skreppa út af hótelinu og fá sér "ferskt" loft og koma inn 2-3 mínútum seinna og allir í lobbyinu bjóða mann velkominn aftur!!!!!!!!!
Og hvað þá afgreiðslufólk í búðunum....Hi how are you? Found everything alright? Found everything you needed???? Og svo rullan þegar maður borgar...má bjóða þér að skrá þig hjá okkur? Afsláttarmiða? Kvittunina í pokann eða til þín??
Ó mæ god....hvað þetta var skondið!!

En nú er maður sko reynslunni ríkari og þetta var stórkostlega gaman, Shelley, fyrirlesarinn sem kom til okkar í febrúar reyndist okkur svo vel og við skemmtum okkur konunglega!!!
Nú er bara að skella sér í vinnuna á morgun og byrja svo að melta og deila upplifuninni með öllum hinum.....hlakka bara til!!!!

þriðjudagur, maí 06, 2008

Amerika

O my god segi eg nu bara....amerika er svaka stor og her er allt til!!!!!
Ferdalagid gekk allt vel, allar velar a rettum tima og allt bara aldeilis fint. Eg las i Norwegian Wood, hlustadi a tonlist og timinn leid bara tokkalega hratt.
Shelley tok a moti okkur a flugvellinum med spjald tar sem stod Velcome to Michigan Sigga and Iris aka two crazy people from Iceland!!!!!!
Hun var svo med okkur allan fyrsta daginn og for med okkur i verslunarleidangur.....gud minn godur....tad er ALLT til her i amerikunni...mamma mia!!!!!
Vid nadum ad versla heilan helling...en ekki hvad og tad var bara fint tvi nu erum vid fra 8-16 a namskeidum og fyrirlestrum svo tad var eins gott ad nota timann!!!!!

So far hefur allt verid frabaert og tad verdur eflaust engin breyting a tvi....vedrid er geggjad, sol og hiti, og svo kemur Anna i dag tannig ad tad verdur bara gaman afram. Mer finnst eg buin ad vera her svo lengi en samt eru tad bara 4 dagar og enn eru 4 eftir!!!!

Skelltum okkur a italskan veitingastad i gaer, gasa gott eins og alltaf og ekki skemmdi ad fa limoncello i desert!!!

Well well...best ad skella ser a fyrirlestur!!!