þriðjudagur, maí 13, 2008

Lítill frændi

Við eignuðumst lítinn frænda í nótt, Elva frænka og Höddi eignuðust lítinn strák í nótt svo Ester og Einar fengu eitt barnabarn í viðbót og Birta og Hekla lítinn bróður...til hamingju elskurnar. Erum búnar að fá sendar myndir og hann er alger dúlla með gasa mikið hár!!!!
Ætli maður verði ekki að skella sér í eyjarnar fljótlega og knúsast með hann og stelpurnar!!!
Nú bíð ég bara eftir fréttum af Gunnsu frænku...spennó spennó!!!!!

Annars var fyrsti vinnudagurinn eftir vikufrí bara ansi notalegur og gott að koma til baka. Eftir vinnu skelltum við Gréta okkur í Bónus því heimilið var eins og þrotabú og ákváðum svo að bregða okkur í sund, þar sem veðrið var og er svo gasalega fallegt. Gréta hefur tekið svo miklum framförum í sundi að það hálfa væri nóg, nú æðir hún út um allt, enda heimvön þar sem hún er í skólasundi í Laugardalslauginni, og það er alveg magnað að sjá hvað hún er orðin dugleg og óhrædd.

Diddi og Óli komu svo í mat og við borðuðum pönnukökur og svoddan, sem ég nenni aldrei að elda nema þegar einhver kemur í mat!!!!
Óli færði mér tvær rósmarín plöntur og ég hafði ekkert að gera við þær báðar svo ég rölti með aðra yfir til Gumma og Guðmundu sem tóku henni fagnandi!!! Svo er bara að finna út úr því hvað má gera skemmtilegt við þessa plöntu...........kartöflur, lambakjöt, kjúklingur....nammi nammi namm!!!!

Annars hrúgast hér inn afmælisboð til mín, sem er óvanalegt þar sem þau eru oftar en ekki til Grétu. Er að fara í fertugsafmæli á laugardaginn og á boð í annað 31.maí, brjálað að gera bara!!!

En það er nú það skemmtilega við lífið er það ekki?????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home