mánudagur, maí 19, 2008

Arfaslök í lestrinum....eða hvað?

Renndi aðeins yfir listann með þeim bókum sem ég ætlaði að lesa á árinu og mér miðar bara ekki rassg...með hann!, af 35 bókum sem eru á listanum er ég bara búin með fimm!!!

En það er eins með þennan list og aðra...þeir eru ekki heilagir og það hafa dottið inn bækur sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til og hafa því bæst á listann eða ekki einu sinni komist þangað þar sem ég hef bara tekið þær upp og lesið þær nánast í einum rykk.

Las yndislega bók eftir Haruki Murakami sem heitir Norwegian Wood. Átakanleg saga um ástir sem ekki geta orðið, missi, söknuð, þrá, langanir, vináttu, tryggð og margt margt fleira. Mæli hiklaust með henni, hún er svona sykurpúði!!
Las svo The Lover, sem er flókin ástarsaga, enn og aftur um forboðna ást sem ekki getur orðið...ji hvað ég er eitthvað deprimeruð!!!!!
Byrjaði á bók í gær og kláraði hana í dag...hehehehe....James Patterson, Sjortarinn. Þetta er svona bók sem maður les á ská og er enga stund með, spennandi og góð flétta, góð afþreyging!!
Er svo að fara að byrja á Yacoubian byggingin eftir Alaa Al Aswany og hlakka bara til.
Allar þessar bækur voru ekki á listanum mínum svo ég kem kannski samt til með að ná 35 bókum á árinu!!!

Annars erum við mæðgur bara sprækar, Gréta og vinkonur hennar voru með í hæfileikasýningu á vorhátið Laugarness og stóðu sig eins og hetjur og svo er stelpan mín loksins búin að læra að hjóla, alger hetja!!!
Svo við erum bara í góðum málum...meira um það síðar!!!!

1 Comments:

At 10:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér sýnist þú bara vera helv. dugleg í lestrinum... :) Ertu ekki búin að vera í náminu líka?? Duglega kona....
Bestu kv.
Ragna Jenný

 

Skrifa ummæli

<< Home