Einkunnir, ofnæmi ofl
Haldiði ekki að stelpan hafi bara fengið 9 í lokaeinkunn í ítalskri málfræði.....hef greinilega engu gleymt..hehehehe...þetta er fjórði málfræðiáfanginn sem ég hef tekið og ég er búin að fá tvisvar 9 og tvisvar 9,5. Þokkalega sátt núna sko!!!!
Kennarinn sagði að þegar við værum búin með þennan áfanga værum við svo gott sem búin að læra alla málfræðina í ítölsku en svo er náttúrulega að halda þessu við og rifja upp og svona.
Á enn eftir að fá einkunn í hinum áfanganum sem ég var í, hann var próflaus og mikil verkefnavinna bæði í tímum og heima....dúddírúddí....bíð spennt!!!!
Annars erum við bara ferskar mæðgurnar, ég verðlaunaði sjálfa mig með því að kaupa mér hjól og í gær fórum við mæðgur í hjólatúr í Laugardalnum. Það var meiriháttar geggjað, logn og smá úði og yndisleg angan af gróðrinum........dásamlegt, dásamlegt!!!
Gréta hefur annars verið frekar slæm af ofnæminu, fór með hana til ofnæmislæknis í fyrra og þá kom í ljós að hún er með ofnæmi fyrir fíflum, já believe it or not...hehehe..nei það er sko blómið fífill sem hún er með ofnæmi fyrir....hehehehe. Ég gæti samt trúað að það væri að þróast út í eitthvað meira (frjókorna eða grasofnæmi) því hún passar sig að koma ekki við blómið en er samt búin að vera ferlega slæm og tekur orðið 2 ofnæmistöflur á dag!!!! Annars er allt vaðandi í fíflum (fólki og blómum) allsstaðar svo það er kannski ekki að furða þótt hún sé slæm.
Ætti kannski að fara með hana aftur til læknisins.......hmmmmm?????
Þegar ég fór til USA tók ég i-podinn minn með og ég hafði ekki hlustað á hann lengi og í morgun var ég að hlusta á hann aftur og er komin með nýtt uppáhaldslag.....
http://www.youtube.com/watch?v=vPwPkNanHsU
Damien Rice hefur komið til Íslands en einhvern veginn hefur hann alltaf farið fram hjá mér þar til Svana Lilja frænka mín skrifaði fyrir mig disk með honum og ég er alveg að fíla hann.....
Góða helgi!!
4 Comments:
Frábært! Til hamingju með flotta einkunn. Stendur þig alltaf eins og hetja, sama hvað þú tekur þér fyrir hendur.
Kveðja
Anna Guðjóns
Þú ert bara flottust mín kæra, rúllar þessu alltaf upp.
Til hamingju með þennan flotta árangur kæra vinkona.
Kys og kram, Dóra Hanna
Gleymdi einu áðan í sambandi við ofnæmið hjá Grétu Dögg. Ég myndi reyna að fá að koma með hana aftur í ofnæmispróf. Gabríel er með ofnæmi fyrir birki og grasi og getur orðið frekar skelfilegur greyið. Fær nefúða, augndropa og töflur á hverjum degi. Það er nú ekkert grín að búa hérna úti með ofnæmi.
Hilsen, Dóra Hanna
Æ takk fyrir þetta elskurnar!!
Já Dóra Hanna, ég held ég verði að skella mér með hana aftur, held hún þyrfti að fá einhverja dropa! Takk fyrir þessa ábendingu!!!
Skrifa ummæli
<< Home