fimmtudagur, maí 29, 2008

Jarðskjálftar

Enn og aftur verð ég ekki vör við jarðskjálfta!!!

17.júní 2000 var ég með Óla bróður í bíl og við vorum að leita að bílastæði við bryggjuna til að sjá víkingaskipið Íslending leggja úr höfn og við fundum hvorugt fyrir jarðskjálftanum þá. Þegar við komum svo á bryggjuna voru allir að tala um þetta og við stóðum bara á gati. Ég var kasólétt og með símann á mér til öryggis, en hann var voða mikið bara í veskinu mínu og ég heyrði ekkert í honum og þegar ég loks tók hann upp voru endalaust missed calls þar sem allir voru skíthræddir um ólétta konuna!!!
Þegar ég kom svo heim og sá fréttirnar skildi ég fyrst af hverju allir voru að tala um þetta, það var ótrúlegt að sjá hvernig skjálftinn hafði farið með jörðina og skiljanlegt að mamma mín hafi orðið skít-logandi hrædd í Eyjum, það var lyginni líkast að sjá myndirnar þaðan sem og annarsstaðar af suðurlandi.

Þann 21.júní 2000 kom svo annar jarðskjálfti og ég man að ég lá í sófanum í Eskihlíðinni, kasólétt, komin á tíma og þá fann ég sko jarðskjálftann. Mamma hringdi strax og mér fannst svo merkilegt að hafa loksins fundið það sama og allir hinir!!!!
Nú, nokkrum tímum seinna vakna ég svo með hríðir og um morguninn fylgist ég með aukafréttatímum og svo fæðist Gréta bara í eftirmiðdaginn...þannig að það þurfti tvo jarðskjálfta til að koma henni í heiminn...hhehehe..

Í dag fann ég ekki heldur fyrir jarðskjálftanum, við vorum með Rokk-og sápukúlusöngfund í leikskólanum og vorum börn og fullorðnir í brekkunni okkar að syngja saman. Söngkonan sem stjórnaði söngfundinum var að rokka og stappa niður fótum þegar jarðskjáftinn var og ég var að taka upp á videó á meðan og gjörsamlega missti alveg af þessu...og hún líka!!!! Fyrr má nú stappa en stappa!!!!

Það er misjafnt hvernig heimili þeirra sem við þekkjum á Selfossi eru farin og vonandi er þetta nú allt yfirstaðið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home