mánudagur, maí 12, 2008

Komin heim!!

Mikið er nú gott að vera komin heim og fyndið hvað við Sigga upplifðum þennan tíma ólíkt!!
Þegar við vorum búnar að pakka niður og stóðum fyrir utan hótelið að bíða eftir leigubíl á flugvöllinn fannst Siggu hún bara búin að vera þarna í 3 daga á meðan mér fannst ég vera búin að vera þarna í mánuð!!!!

Ráðstefnan var frábær í alla staði, vel skipulagt og ákaflega fróðlegt. Hugarfarið er líka mikilvægt því ég var þarna af opnum hug og tilbúin til að taka allt inn. Það er samt ótrúlegt hvað maður getur orðið þreyttur bara af því að sitja allan daginn frá 8-16 og hlusta á fyrirlestra!!! Auðvitað er maður að taka inn heilmikið af nýjum upplýsingum á öðru tungumáli þannig að það er um margt að hugsa. Ég er svo gasalega ánægð með að við skyldum hafa komist.
Ekki skemmdi svo fyrir að fá fréttir út um að við skyldum hafa fengið styrk frá Menntamálaráðuneytinu fyrir High/Scope þróunarverkefni.....hipphúrrey!!!!!!

Ameríka er samt ótrúlegt land og ameríkanar yfirmáta kurteisir....bara fyndið að skreppa út af hótelinu og fá sér "ferskt" loft og koma inn 2-3 mínútum seinna og allir í lobbyinu bjóða mann velkominn aftur!!!!!!!!!
Og hvað þá afgreiðslufólk í búðunum....Hi how are you? Found everything alright? Found everything you needed???? Og svo rullan þegar maður borgar...má bjóða þér að skrá þig hjá okkur? Afsláttarmiða? Kvittunina í pokann eða til þín??
Ó mæ god....hvað þetta var skondið!!

En nú er maður sko reynslunni ríkari og þetta var stórkostlega gaman, Shelley, fyrirlesarinn sem kom til okkar í febrúar reyndist okkur svo vel og við skemmtum okkur konunglega!!!
Nú er bara að skella sér í vinnuna á morgun og byrja svo að melta og deila upplifuninni með öllum hinum.....hlakka bara til!!!!

3 Comments:

At 1:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl og takk fyrir síðast!
Þetta var bara skemmtilegt og einstaklega gangleg ráðstefna. Heilinn búinn að vera á fullu síðan ég kom heim að melta og pæla og spá og spökulera. Held svei mér þá að við verðum bara að endurtaka leikinn seinna.
Kveðja
Anna

 
At 7:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

OOOOOOO
Mig langar til Bandaríkjanna, alveg sammála því að þetta er nú rosalega spes þjóð, þekki nokkra þaðan sem búa hér og þetta er "svolítið" spes. hi hi hi
En alltaf gaman að skoða nýtt og gaman að heyra að þetta gekk svona vel hjá ykkur. Til lykke
Stendur þig alltaf jafn vel.

Kv. Lilja

 
At 10:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim skvís.Gaman að heyra að þú hafðir gaman af Ameríku og fólkinu þar. Ég var nú stundum pirruð á þessum endalausu kurteisis venjum þeirra. Þetta er eiginlega bara svona utanbókarflóð og svo bíðar þeir varla eftir svari. Fyrst fór maður að segja hvernig maður hafði það þegar spurt var en fljótlega fattaði maður að segja bara "Fínt", hehe.
Knús til þín og Grétu frá Árósargenginu.

 

Skrifa ummæli

<< Home