Gott eða vont?
- að eiga ekki íbúð og sjá ekki fram á að eignast hana á komandi árum?
- að skulda lítið en skulda samt?
- að vera eins og fugl í búri, vilja frelsi en vita ekki hvað maður á að gera við það?
- að vera andlaus?
- að þurfa að vinna en langa að vera í skóla en langa samt að hafa vinnufélagana nálægt?
- að vera einstæð?
- að geta ekki leyft sér allt sem mann langar til?
- að dóttir mín leikur ekki við hvern sem er?
- að leiðast?
- að dóttir mín sefur enn uppí hjá mér?
- að geta ekki treyst neinum nema sjálfum sér?
- að langa helst að fara að vinna á bókasafni þar sem er nánast alger þögn?
- að vera heima veik og með veikt barn í samtals 8 daga nánast í röð?
- að nenna ekki að elda og leiðast að fara í búð?
- að bíða eftir að dagur sé að kveldi kominn svo maður geti farið að sofa?
- að dóttir mín er mjög mikil mömmustelpa?
Jæts....hef greinilega verið of mikið EIN og of mikið innilokuð, er að farast úr leti, leiða og andleysi. En allir þessir punktar hér að ofan, við nánari athugun hafa eitthvað gott og eitthvað vont við sig, það er víst þannig með allt í lífinu. Maður hefur gott af því að velta hlutunum fyrir sér og finna nýja fleti á tilverunni.
Væri gaman af lífinu ef það væri alltaf dans á rósum? Nei, það held ég ekki. Ég á ekki heldur í neinum vandræðum, það er bara þannig að stundum er maður á þannig stað að maður er hvorki glaður né leiður, maður bara er. Og þar er ég núna, ég líð um í einhverskonar leiðslu í því sem kallast líf mitt og stundum langar mig til að taka mig til að rífa mig upp og gera eitthvað allt annað en ég er að gera núna en svo fer ég í þann ham að reyna að þakka fyrir allt það sem ég hef og get og á og allt það. Gott eða vont?
Svo er það nú þannig að ég er félagsvera, þrátt fyrir að ég hafi aukna þörf fyrir að vera ein en ég hef gaman af því að vera innan um fólk en ekki bara dauða hluti svo þetta með bókasafnið... ég gæti ekki séð það gerast nema ef hluti samstarfsfólks míns kæmi með mér og þá yrði ekki svo mikið um þögn á bókasafninu!!!!!!!!!!!!
Life goes on and things will change...the sun will come out tomorrow......!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home