þriðjudagur, apríl 22, 2008

Fram og tilbaka

Skrapp norður á Akureyri á föstudaginn, við Siggan brunuðum þetta í einum grænum og skiptumst á skemmtilegum sögum á leiðinni.....munur að vera í góðum félagsskap á svona ferðalagi og ekki skemmdi veðrið fyrir....renniblíða, sól og LOGN!!!!!!
Við skelltum okkur út að borða á veitingastaðnum Strikinu en gömul vinkona mín á þann stað!! Fékk mér ljúffengan silung og hvítvínsglas...mmmm....mæli eindregið með þessum stað ef þið eigið leið norður!!!
Málþingið var svo á laugardeginum, fúlt að hanga inni í þessari bingóblíðu en efnið var áhugavert og málstofan mín gekk framar mínum vonum....var svolítið stressuð allan morguninn en það rann af mér þegar ég byrjaði að tala!!!!
Við brunuðum svo bara til baka seinni partinn á laugardaginn í sömu blíðunni!!!
Merkilegt hvað Ísland er fallegt í svona blíðskaparveðri!!!!

Núna er ég svo viss um að vorið sé komið að ég lét verða af því að skipta vetrardekkjunum í sumardekk...ætlaði að gera það þarna um daginn en nei nei...fór þá ekki bara að snjóa!!!!!!!!!!!

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér sl.mánuði að ég hef slegið slöku við í lestrinum....verð að bæta það upp ef ég ætla að ná markmiðinu mínu...úffff.....er reyndar að lesa tvær bækur núna....geggjaða bók Viktors L. Franks, Men´s search for meaning (Leitin að tilgangi lífsins) og svo var ég að byrja á Norwegian Wood eftir Haruki Murakami, hún lofar aldeilis góðu svo ég held ég verði fljót með hana!!

Annars á ég að vera að gera fjögur verkefni í ítölsku og svo er lokapróf 2.maí....stanslaust stuð!!!!

1 Comments:

At 1:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vissi að þú myndir rúlla þessu upp þarna á Akureyri. Gangi þér vel með verkefnin og í prófinu. Sjáumst svo á ráðstefnunni í Michigan.
Kveðja
Anna Guðjóns

 

Skrifa ummæli

<< Home