Málþing á Akureyri 19.apríl
Úffff....innan við vika til stefnu og mér dettur í hug það sem ítölskukennarinn minn sagði við okkur í upphafi annar...þið íslendingar eruð svo skrýtin, þið eyðið öllum vetrinum í næstum ekkert og svo lærið þið eins og vitleysingar nokkrum dögum fyrir próf, drekkið kaffi og orkudrykki til að komast í gegnum próflesturinn í staðinn fyrir að vinna jafnóðum yfir önnina!!!
Jamm...taki þetta til sín þeir sem eiga það....SEK!!!!!!!!!
Málið með mig (og marga aðra) er að ég er alltaf að gera svo margt í einu, ég var að vinna og í námi og að ala dóttur mína upp og eiga félagslíf svo augljóslega er alltaf eitthvað sem situr á hakanum.
Núna er ég líka að vinna, læra, sjá um heimili og barn og reyna að eiga eitthvað líf utan alls þess.
Það líf felst meðal annars í því að vera með málstofu á málþingi á Akureyri um næstu helgi!!!
Ég sendi bara að gamni inn erindi í desember þegar við sáum auglýst eftir erindum á þetta málþing og svo um miðjan janúar kom svar og þeir vildu endilega fá þetta erindi mitt á málþingið. Nú voru góð ráð dýr...ég að vinna, nýbyrjuð í námi og bæta þessu ofan á...vel gert!!
En þetta er skemmtileg vinna og gaman að öðlast þessa reynslu. Ég hef nýtt tímann vel og verið dugleg að sanka að mér efni og lesa mér vel til og núna er ég fram á nótt að koma þessu öllu heim og saman.
Fer norður á föstudaginn og málþingið er á laugardaginn......
Hér er hægt að lesa meira um málþingið fyrir þá sem hafa áhuga
http://vefir.unak.is/skolathroun/radstefnur/april2008/
og hér er hægt að fræðast meira um það sem ég ætla að tala um (klikkið á heitið á málstofunni minni)
http://vefir.unak.is/skolathroun/radstefnur/april2008/abstracts2.html
Hlakka til og kvíði fyrir!!
4 Comments:
Þú rúllar þessu upp - verður langflottust þarna á Akureyri.
Gangi þér sem allra best.
Kveðja
Anna Guðjóns
Ég er ánægð með þig, rosa spennandi.
Kveðja frá Ísó,
Guðný Stefanía bumbulína...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Skrifa ummæli
<< Home